Í BNA búa margar milljónir manna, og þeir búast hreinlega við að maður viti allt um landið og ég hef jafnvel lent í því að þeir verði móðgaðir ef maður veit ekki eitthvað og eða styður ekki málstað þeirra. Þetta „How do you like Iceland?“ er nú orðið bara grín og hefð hérna.. það er naumast hvað þú hefur verið lengi í burtu.
„Og Íslendingurinn dýrkar kanann. Hann syngur lögin sín með amerískum hreim, fer ekki í bíó nema á amerískar myndir, klæðir sig eftir amerískum tískustraumum, hlær að amerískum grínurum, þekkir amerískar sjónvarpspersónur betur en nágranna sína, og svo mætti lengi telja.“
Þetta er nú bara rangt. Þú skýtur þig í fótinn með þessum alhæfingum og fordómum og svíkur eigin lit. Eins og ég nefndi hér fyrir ofan eru eitthvað um 750 millj. ameríkana, og einhverjir af þeim eru ábyggilega ágætis, vel gefið fólk og á það til að gera góðar myndir, vera með góðan húmor og sumir hverjir gera góða tónlist, og MERKILEGT NOKK gera góð stýrikerfi sem ég leyfi mér að nota í sakleysi mínu.
Hvert ertu að fara með þessu ?
Jújú, Ísland er eitt af þjóðunum sem nýtur sín í „afurðum“ Bandaríkjana, sem leggja svo mikið á sig til að koma sér á framfæri um allan heim í „bransanum“.
Þjóðarstolt í hinum average bandaríkjamanni er jú miklu meira en í íslendingum.. ekki neitarðu því ?
Hversu oft sérðu fólk stunda fánahyllingar hér um morgnana ?
Og þetta félagi, er bara eitt af mörgu.
Síðan finnst mér nú bara ekkert að því að okkar litla þjóð skuli tala um það sem það hefur gert, eins og íslendingasögurnar, Sigur Rós, Björk og hvað þeir séu góðir í handbolta, þetta er það litla sem við höfum. Ég hef „by the way“ aldrei heyrt neinn íslending minnast á þetta við neinn útlending.
Allavega, njóttu þín í Bandaríkjunum.
<br><br>Kv. Glaurung
- Onen i-Estel Edain, ú-chebin estel anim.
Atheists believe in the Goddess Athe, who is wise and powerful beyond measure. They are some of the most religious people in the world.