Það skiftir engu máli undir einræðisstjórn, hvort það sé til lýðræði eða ekki.
Það er eðli einræðis.
Sjáðu Kúbu. Þar er einræði.
Afleiðing: gott heilbrigðiskerfi, menntakerfi o.fl.
En aðeins fyrir þá sem ekki setja upp aðrar skoðanir en eru leyfilegar.
Gott heilbrigðiskerfi, menntakerfi o.fl. gagnast ekki þúsundum pólitískra fanga á Kúbu.
Né þeim sem teknir hafa verið af lífi eða þrælkaðir til bana.
Þar er börnum kennt í skóla að klaga foreldra til pabba Castró, ef foreldrarnir tala ekki nógu vel um hann.
“Lýðræði er ekki ákjósanlegt nema við vissar kringumstæður - þegar lýðurinn er hæfilega vel menntaður til að geta tekið þátt í opinberri umræðu og tekið þátt í stjórnsýslunni.”
Er ekki verið að vitna í Randolph Hearst og hanns líka?
Smá hroki, að mínu áliti.
Í áratugi, var svar yfirvalda hér á klakanum við spurningum um stjórnsýsluna. Almuginn veit ekkert um flókinn feril stjórnsýslu og ætti ekki að skifta sér af slíku nema hafa reynslu af slíkum málum. Sem ekki fæst nema starfa við kerfið.
Ekki er langt síðan að lög, sem heimiluðu að hneppa manneskju í allt að 6 mán. fangelsi fyrir að “móðga” opinberann starfsmann, voru afnuminn hér á klakanum.
Alveg sama hvar er borið niður. Eðli mannsins er frekar til einræðis en lýðræðis. Ekki síst í mestu lýðræðisríkjum.
Enginn menntun getur upprætt það.
1 sönnun. Hvað eru margir í kringum þig sem telja sig vita oftast, betur en þú, hvernig þú átt að hugsa og haga þér?
Ég er ekki að tala um vini og vandamenn.
“Nothing except a battle lost can be half so melancholy as a battle won.”