Það er nú eiginlega, að mínu mati, ferlega súrt af honum Davíð blessuðum Oddssyni að vera að gefa út einhverjar þjóðaryfirlýsingar um að Írakar séu svona og svona og að Ísland í öllu sínu veldi, styðji við bakið á BNA-mönnum.
Ekki styð ég BNA og allt þeirra fylgdarlið í einu né neinu. Þetta er eflaust ágætis fólk… en það er ekki það með sagt að allir séu e-ð sammmála þeirra gjörðum. Persónulega, þá held é að það sé a.m.k. meira verksvit í Saddam Hussein heldur en Bush og co. sem sækjast bara eftir alræðisvaldi og engu öðru.
Vildi bara tékka hvort engum öðrum fyndist óþarfi þegar við, sem eigum að teljast vera í lýðræðisríki, erum öll sett undir skoðun e-a nokkurra, sbr. Davíð o.f.l. í þessu tilviki?