Eyþór Arnalds brilleraði hjá Agli.
Mér fannst maður sjá þar skýrt andstæðurnar í Íslensku samfélagi í dag, annars vegar öfgamann með samsæriskenningar og rugl sem stjórnast af tilfinningasemi (og þá meina ég ekki bara góðum tilfinningum) og heimsku (Jónas), og hins vegar skynsaman mann sem gætir sanngirni og sannleikans. (Eyþór)
Eyþór virðist vera greindur og heiðarlegur maður og enginn rugludallur.
Mér fannst hann líka fjalla mjög heiðarlega um stöðu Ísraels í þessu máli, með skilningi á báðum hliðum og af raunverulegri samúð með Palestínumönnum sem Ísraelum. Má kalla slíkt hugrekki í dag á tímum röklaus haturs, óskynsemi og lýðskrums sem gætir því miður hjá sumum.
Tek það fram að ég er ekki í Sjálfstæðisflokknum og kýs bara hitt og þetta eftir stöðunni hverju sinni en ég met gott fólk eftir verðleikum sama hvaða flokki það tilheyrir.
Og nú hefur Eyþór bæst á listan minn yfir stjórnmálamenn sem horfa á heiminn með augum heiðarleikans og viskunnar en ekki í gegnum blóðrauð gleraugu lýðskrumara og lýðsins fylgismanna þeirra.
THULEsól