Varðandi könnunina hérna þá er hún kannski ekki alveg nógu góð.
Ég myndi frekar fljúga með Flugleiðum en “afþví ég er vön því” er ekki ástæðan, heldur afþví Flugleiðir hafa alltaf reynst mér vel, starfsfólkið þar er frábært, og greiðir vel úr öllum vandamálum og slíku. Ég hef bara það góða reynslu af Flugleiðum að ég sé enga ástæðu til að skipta. Svo finnst mér þeir hafa fína dagsskrá í flugvélunum, allar þessar útvarpsstöðvar þar sem maður getur valið tónlistarstefnu eftir skapi, og skipt svo um leið og maður skiptir um skap, fínar grínmyndir og svona. Bara fínt flugfélag og ekkert betra en erlend flugfélög sem ég hef flogið hjá. En þið sem viljið flúga með Iceland Express, afhverju er það? Bara til að viðhalda samkeppni? Endilega útskýrið. Samt gaman að geta orðið valið og kannski ég flúgi einhvern tíman með þeim ef ég sé ástæðu til þess. En að ég sé að fljúga með Flugleiðum “afþví ég er vön því” væri alveg jafn fáránlegt og “afþví bara ” finnst mér, og það er ekki ástæðan, heldur góð reynsla, og ekki verri en af erlendum flugfélögunum sem ég hef flogið með, sem hefur verið misgóð, held upp á sum, önnur ekki, en svo gæti það allt verið tilviljun, ég er jú bara að dæma út frá minni reynslu.
ThuleSól