Jæja góðann daginn ,núna í dag (23/01/03) er ég orðinn atvinnulaus eftir að eigandi fyrirtækisins sem ég vann hjá sagði mér að ég þyrfti ekkert að mæta meira ,ég var búinn að vinna hjá þessu ónafngreinda fyrirtæki í hartnær 6 ár og núna í desember þegar ég fékk launaseðilinn um 7 des þá sagði þessi maður mér upp ,ég átti að hætta störfum í lok febrúar að hans sögn ,ég hafði samband við eflingu daginn og þar var mér sagt að ég hefði lengri uppsagnafrest en þetta þar sem hann hafði sagt mér mér upp eftir að mánaðarmótin og ætti þar með að hætta störfum í lok mars , allt í lagi ég tala við manninn og segji honum þetta ,hann samþykkir þetta með trega og reynir að sýna mér einhver gögn um þetta sem sýnir hans hlið sem hann hafði fengið frá eflingu ,hann segjir að hann hafi bara túlkað pappírana vitlaust.
Ég byrja strax að leita mér að vinnu (gengur ekkert “btw”), og allt var “fine and dandy” þar til í dag ,eigandinn var á flakki í allann dag og virtist vera í góðu skapi og við starfsmennirnir voru þar að leiðandi í góðu skapi ,við vinnum okkar vinnu og hættum svo um kl 18 þar þvoum við okkur og klæðum okkur úr vinnugöllunum ,ég var aðeins seinni að þvo mér en hinir og eru þeir komnir út fyrir dyr fyrirtækisins þegar ég heyri að það er skellt í lás ,ég er inni á skrifstofunni að stimpla mig út eins og venjulega ,þá kemur eigandinn inn á skrifstofuna og lokar hurðinni (átti greinilega enginn að heyra neitt) þar segjir hann mér að ég hafi sama og engann áhuga á þessu starfi (sem var að vissu leyti rétt en það er önnur saga)og svo byrjar hann að kenna mér um hitt og þetta ,léleg mæting og allt þar eftir línunum ,ég hef alltaf mætt um kl 8 nema þegar ég sef kannski sofið yfir mig eins og getur gerst fyrir alla ,ég bendi honum á að ef að ég sé að mæta seint þá geti hann talað við bróðir minn sem vinnur á þessum sama stað og ég fékk far hjá honum , þá segjir hann að hann skipti engu máli og það sé bara mér að kenna að ég mæti seint (huh!!) þá var aðeins farið að fjúka í mig og ég segji honum að tala við bróðir minn ef hann er eitthvað ósáttur við mætinguna hjá okkur ,aftur segjir hann að það skipti ekki máli hvenar hann mæti heldur á ég að hafa fyrir því að koma (orðrétt) “Rassgatinu” á mér á réttum tíma ,þá fýkur meira í mig þegar hann byrjar að ausa yfir mig svíyrðum sem ég ætla ekki að hafa eftir hérna og svo að lokum segjir hann að ég þurfi ekkert að mæta þangað í fyrramálið ,þá segji ég við hann að ef hann vill ekki fá mig um morguninn þá skuli hann gjöra svo vel að borga mér upp restina af uppsagnarfrestinum ,og þá segjir hann “Ég þarf ekkert að gera slíkt ,og ekki vera neitt að því að hafa samband við eflingu eða lögfræðing út af þessu það hefur ekkert upp á sig. Ég´þarf ekki einu sinni að borga þér fyrir janúar.” þá stormaði ég út og skellti hurðinni og fer útí bíl til bróður míns.
Um leið og ég kem heim þá sest ég hér fyrir framan tölvuskjáinn og fer á netið að leita mér upplýsinga um þetta og ég finn upplýsingar sem gætu hjálpað mér á vef
ASÍ þar sem talað um lög þar sem skyldar atvinnurekendur að borga upp uppsagnafrestinn ef þeir (atvinnurekendurnir) ákveða að segja fólki að það þurfi ekki að mæta aftur að mér svo skiljist ,er þetta rétt hjá verða ekki atvinnurekendur að borga upp uppsagnarfrestinn ef þeir reka starfsfólk svona í burtu þegar er búið að segja starfsfólkinu upp ?
Mér þætti gaman að sjá einhver svör við þessu þar sem ég ætla að fá mína peninga frá þessum manni sem og ég ætla að kvarta undan einelti af hans hálfu þar sem hann tók mig einan fyrir í fyndni (að honum fyndist)ég get tekið gríni eins og hver annar maður en þegar það er sami brandarinn aftur og aftur og aftur á hverjum einasta degi þá fær maður nóg og á meðan fengu hinir samstarfsfélagar mínir frið undan honum meðan hann var að “skjóta” mig í kaf.
Takk fyrir mig og vona ég að þið lendið aldrei í svona “ljótt lýsingarorð” :]<br><br>#trance.is / www.trance.is
[GoD]DeadByDawn