Ég hugsa að ég myndi ekki nenna að vera að mótmæla því, ég drekk ekki það mikið af gosdrykkjum og gæti auðveldlega lifað án þeirra.
Ég meinti ekki að þú ættir ekki að marka það sem ég sagði vegna þess að ég hefði verið svolítið pirraður þegar ég skrifaði þetta svar, heldur að þú ættir að afsaka það ef það særði þig eitthvað mikið. Annars er ekki eins og ég hafi verið í einhverju stundarbrjálæði og skrifað einhverja vitleysu, heldur bara að ég var frekar pirraður og náði því ekki að koma því sem ég ætlaði að segja nógu vel frá mér.
Annars nenni ég lítið að vera að ræða um þessi reykingamálefni. Þetta eru of mikil skoðana- og hitamál til þess að hægt er að ræða það almennilega, í flestum tilvikum. Ég skil ekkert í reykingafólki að vera að reykja og/eða kvarta, og ég skil ekkert í anti-reykingafólki sem nennir endalaust að vera að troða því inn í annað fólk að hætta að reykja eða að vera að rífast við harðhausa-reykingafólk um reykingar(enn og aftur þarf það ekki að gilda um þig, froztwolf minn). Ef reykingafólk myndi fatta að það er ekki gott að reykja þá myndi það hætta(í flestum tilvikum), en það fattar það ekki og reykir ennþá meira. Ef fólk nær því ekki af sjálfsdáðum eða af umræðunni allstaðar að það ætti ekki að reykja, þá er varla meira sem maður getur gert. Og þessvegna nenni ég ekki að rífast um þetta.<br><br>——————————
ruglubulli 2002
,,Hvað er þetta líf sem allir virðast eiga en enginn notar?"