Ég var að lesa grein nýverið um hvernig gróði ýmissa fylkja í USA fer í annað en að greiða upp reykingaáróður (Sem er hugmyndin þar úti að hann fari í). Á Íslandi eru álögur ríkisins á tóbak mun hærri en í USA og heyrði ég því fleygt fyrir ca. ári að tekjuafgengur ríkisins af tóbakssölu eftir að kostnaður í heilbrigðiskerfinu er dreginn frá væru um 800 milljónir á ári. Síðan þá hafa sígarettur hækkað um nánast 50% í hreinum álögum, því kostnaður við innfluttning og sölu hefur hækkað mjög lítið. Þá má gera ráð fyrir því að nettó tekjur ríkisins af tóbakssölu séu vel á annann ef ekki þriðja milljarð á ári. Það væri gaman að sjá ríkisstjórnina gera grein fyrir því í hvað þessir peningar fara.<br><br>kv.
Froztwolf

Never underestimate the power of denial!
kv.