Innrásin í Írak 2003
Nú virðist lítið geta komið í veg fyrir innrás Breta og BNA í Írak, líklega í lok Janúar, eftir u.þ.b. mánuð.
Samkvæmt heimildum Sunday Times þá er verið að plana algert leifturstríð, fyrst með “intensívum” loftárásum, allt að 1000 árásarferðum á skömmum tíma gegn hernaðarskotmörkum. Síðan er gert ráð fyrir hraðri innrás vélaherdeilda frá Kuwait til Bagdad, en ekki búist við mikilli mótspyrnu frá herjum Saddams sem ekki eru merkilegir fyrir. Þess ber að geta að Saddam hefur ekki tekist að byggja upp herinn í þann styrk sem hann hafði fyrir Flóabardaga en hernaðarstyrkur BNA hefur aukist til muna, ekki sýst tæknilega hliðin.
Undirbúningur er hafinn á fullu, sérsveitir Ísraela leyta Skud skotpalla í vestur-Írak og Bretar æfa sýnar hersveitir í kúrdíska hluta norður-Íraks. Auk þessa hafa flugherir Breta og BNA verið á stöðugu eftirlits flugi yfir flugbannsvæðum Íraks og hefur það mikið æfingagildi þar sem oft er skotið á þá eða beint á þá ratstsjárgeisla. Byrjað er að dreifa áróðursefni sem er beint að Írökskum almenningi þar sem þeim er gert grein fyrir að væntanlegum árásum sé ekki beint að þeim og þeir geti vænst fulls stuðnings við uppreisn gegn Saddam.
Andstaða við áætlanir BNA og Breta fer minnkandi,t.d. ræfillin Shcröder gefur nú í skyn að Þjóðverjar muni veita óbeina aðstoð og fullyrt er að Saudar hafi gefið samþykki fyrir afnotum af flugvöllum. Bush og Blair hafa verið þolinmóðir og hafa reynt samningaleiðina en sýnt hefur verið fram á brot Íraka sbr. “material breach” í ófullnægjandi skýrslu þeirra um ætlaða vopnaeign sýna. Það er kominn tími til að Heimurinn sýni samstöðu um að koma glæpamönnum eins og Saddam frá völdum, hans valdatíð hefur og myndi eyða fleiri lífum en munu týnast við að koma honum frá. Látum hann ekki draga okkur lengra á asnaeyrum.
Gleðilegt ár !
IDF