Eru N-Kóreumenn orðnir alveg klikkaðir ?
Það var ekki af ástæðulausu sem Bush kallaði N-Kóreu eitt af öxulveldum hins illa, það á líka heima í hópi hinna ömurlegu öxulvelda, enda þjóðin á mörkum hungursneiðar.
N-Kóreumönnum gegnur illa að framfleyta sér og eru því tilbúnir að selja bæði ömmur sínar og eldflaugar til að fá smá gjaldeyri. Og skiptir þá engu hvert vopnin fara eins og til dæmis um daginn þegar Skud eldflaugar voru sendar til Yemen, sem er nærri stjórnlaust ríki. Spánverjar og BNA stoppuðu sendinguna (var falinn undir sementi þó væri talin lögleg, skrýtið) en létu hana þó fara því þeir fá að dúndra á hryðjuverkamenn í eyðimörk Yemena að vild.
En nú eru N-Kóreumenn undir stórn þessa furðufyrirbærisleiðtoga sýnum að ögra heimsbyggðinni og er það sennilega tilraun til að fá meira af peninga og matarstyrkjum. Þeir hafa endurræst kjarnaofn þar sem hægt er að framleiða “weapons grade” plúton og rekið eftirlitsmenn IAEA heim. Nágrannar þeirra S-Kóreanar hafa verið alltof undalátssamir og viljað “kaupa breytingar” en það er álíka árangursríkt og að gefa grenjandi krakka nammi. Vonandi verður þeim hótað innrás af BNA og S-Kóreu og staðið við það ef annað virkar ekki og þar með verður langþráðri sameiningu Kóreu lokið.