Tjah.. ekki ætla ég svo sem að athugasemda á menntunina þína, en spurning um að þú lesir betur pistil sveitastúlkunnar :)
Hún er aðeins að segja að í stað þess að vera að agnúast út í strákana sem eru að henda smásteinum í sjóinn, þá ættu menn frekar að snúa sér að einhverju sem skiptir máli, eins og t.d. þeim sem eru að rústa hafsbotninn.
Ég verð reyndar að vera sammála því að virkjun við Kárahnjúka kemur ekki mikið við mig og ekki hef ég neitt á móti því að menn virkji þessa auðn sem þarna er.
Gaman væri að vita hvort einhver af þeim sem svo mikið eru á móti því að sökkva þessum “ómetanlegu verðmætum” í íslenskri náttúru, hafi einhverntíman komið þangað uppeftir? Og hversu margir af þeim óku slóða sem Landsvirkjun byggði til að rannsaka svæðið?
Talandi um slóðana. Var ekki Kolbrún Halldórs., sá mikli snillingur, að skammast út í að Landsvirkjun væri að eyðileggja alla hálendisslóðana á þessu svæði, um daginn? Ég varð nú bara að koma þessu að þar sem ég veit ekki betur en þetta séu þeirra eigin vegir/slóðar. Spurning hvort þetta sé dæmigert fyrir allan þennan málflutning?
Öll þessi umræða minnir mann óneitanlega á hvalveiðimóðursýkina hérna um árið, þegar annar hver Bandaríkjamaður ættleiddi hvali til styrktar “umhverfisverndarsinnum”. Hér er reyndar komin snilldarhugmynd fyrir íslenska umhverfisverndarsinna “ættleiðum grjót á hálendi Íslands”. Það væri m.a.s. hægt að senda fólki myndir árlega, sem sýna veðrun grjótsins frá ári til árs :) Pælið í þessu!
<br><br>..:Ef himnaríki er svona æðislegt, hvers vegna ætti maður þá að reyna að lifa lengur?:..
0100100100100000011000010110110100100000010001000110000101110110011010010110010000100001
“Hún er aðeins að segja að í stað þess að vera að agnúast út í strákana sem eru að henda smásteinum í sjóinn, þá ættu menn frekar að snúa sér að einhverju sem skiptir máli, eins og t.d. þeim sem eru að rústa hafsbotninn.”
Já eða kannski við ættum ekki að vera að agnúast út í þá sem keyra um á nagladekkjum, heldur alla trailerana sem eru að rústa vegakerfinu.. osfrv.
Getum við virkilega líkt þessu saman, þegar um 1000 ferkílómetra svæði á hálendinu fer ýmist undir vatn eða verður fyrir mjög miklum áhrifum af þessum völdum(eins og skurðir og fleira)? Eins og strákar að henda smásteinum í sjóinn?
Þessi ,,auðn" er ekki bara einhver eyðimörk heldur svæði sem hefur að geyma vistkerfi dýra og plantna. Þarna eru fallegir fossar(líklega um 60 talsins) og margt fleira, þetta er Ísland landið sem við lifum á ekki eitthvað land í asíu sem okkur gæti ekki verið meira sama um..
Við erum að þessu til að geta selt amerísku fyrirtæki rafmagn. Ég verð að játa að ég þekki þetta fyrirtæki ekki mikið en ég hef alla vega lesið smá um það í blöðunum. Þetta er fyrirtæki sem á undir högg að sækja í sínu heima landi vegna mengunnar og margir tala um að ef þeir hefðu ekki borgað þessa 200þúsund dollara í kosningasjóð Bush þá væri líklega engin framleiðsla á þeirra vegum í Bandaríkjunum. Þetta viljum við hafa hjá okkur er það ekki? Út af öllum peningunum.. Og það er jafnvel ekkert víst að við komum neitt vel út úr þessu.
Smá pæling: Þegar maður kemur til Austfjarða (alla vega yfir sumartímann), eins og Fáskrúðsfjörð, Reyðafjörð og Seyðisfjörð
liggur þar yfir fjörðunum ský frá fiski bræðslunum. Ég var til dæmis að vinna frá Faskrúðsfirði í sumar þar smaug þessi viðurstyggilegalykt allstaðar inn. Ég er nú alls enginn sérfræðingur en hvernig ætli fari með flúorskýið sem myndast í álveri?? Er hægt að búa í flúorskýi?
Svo var ég að heyra um einhverja risastíflu í asíu og risa álver sem á að fylgja þar í kjölfarið.. hvernig ætli það fari með verð á áli og alla peningana sem við græðum á ameríska fyrirtækinu okkar.
Þetta getur ekki verið bara um hvort einhverjir umhverfissinnar séu sjálfir búnir að fara þangað eða hvort Landsvirkun sé búin að leggja einhverja slóða þangað og hvað eina. Þetta er svona ótrúlega týpísk íslensk málefnaleg umræða hún sagði þetta þess vegna er hún fífl.. jafnvel þó að það hafi verið í allt öðru samhengi. Af hverju erum við að stilla okkur upp í tvö lið??
Þetta er ekkert svo fjarlægt okkur. Þetta er ekki eins og að halda með Liverpool.
kv.
Greini
0
hehe, ég var nú bara að draga fram það sem hún var að segja með því að koma með meira contrast í líkinguna :)
En… ertu að segja að þú sért á móti nagladekkjum ??? Hér er komið efni í alveg nýjan kork :) Upp með naglana - niður með saltið… hmm… kannski ekki nógu heitt umræðuefni í þessari tíð ?<br><br>..:Ef himnaríki er svona æðislegt, hvers vegna ætti maður þá að reyna að lifa lengur?:..
0100100100100000011000010110110100100000010001000110000101110110011010010110010000100001
0