Í fyrsta lagi vil ég biðjast afsökunar á því ef þessi grein á ekki heima hérna en ég veit ekkert hvar ég á að setja hana. Ég býst við skítkasti þar sem það er rosalega auðvelt að koma með einhver niðrandi komment á hana. En allaveganna, þá er fólk þarna úti sem er að hugsa það sama og ég ætla bara að koma þessu frá mér. Ef ég er að fara rangt með einhverjar staðreyndir þá má endilega leiðrétta mig.
Ég skil bara alls ekki hvers vegna það er verið að hækka verðið á sterku víni og sígarettum. Ef ríkisstjórnin mundi virkilega vilja græða á þessu þá hefði hún hækkað verðið á bjórnum sem selst örugglega í meira magni en sterka vínið. En af hverju að ráðast gegn svona litlum hóp í samfélaginu??
Jú, jú, ég viðurkenni alveg að ég reyki og kannski er ég að taka þetta rosalega inn á mig (já, ég veit að þetta er óhollt) en af hverju á þetta endilega að bitna á okkur, sem reykjum og drekkum sterkt áfengi??? Af hverju bitnar þetta ekki frekar á fólkinu sem er með yfir milljón í mánaðarlaun?? [Þau hafa allavega meiri pening á milli handanna]
Það er staðreynd að mörg kaffihús eru full af menntafólki sem reykir, en þessi hækkun bitnar mjög mikið á þeim og þar afleiðandi á kaffihúsum. Hækkunin hlýtur þá líka að bitna á fólkinu á djamminu sem kaupir sér skot og sterka drykki, eða fá skemmtistaðirnir kannski áfengið á sama verði og venjulega??
Á endanum ætla ég að senda eina spurningu bara út í bláinn og býst ekki við neinu svari við henni: Ef sígarettur og sterkt áfengi halda áfram að hækka og verða á endanum svo rosalega dýr að aðeins “ríka” fólkið hefur efni á reglulegri neyslu þess, verður þetta þá ekki á endanum bara MJÖG eftirsótt vara til að sýna að maður eigi einhverja peninga??
Kv. snikkin