Við erum vanir því ofstæki að hafa aldurinn 20, sem er auðvitað út í hött.
Danir eru vanir því ofstæki að hafa þetta 15, sem væri ekki út í hött ef drykkjumenning þeirra væri líkari okkar, eins og að 20 væri ekkert út í hött ef okkar drykkjumenning væri eins og þeirra.
Á Íslandi drekka allir svínslega mikið. Í Danmörk þykir skömm að því að vera fullur á almannafæri, en hérna hikar enginn.
Á Íslandi færðu þér ekkert bjór í vinnunni, því að þá ertu annaðhvort alki eða fáviti. Í Danmörk tíðkast það og þó að rétt núna fyrst séu að koma raddir varðandi það, hefur ekki þótt neitt athugavert við það.
Þess vegna eru þeir að spá í að hækka úr 15 upp í 18, en við að lækka úr 20 niður í 18, sem ég er alfarið hlynntur.
Ég held samt, að miðað við okkar drykkjumenningu, sé bæði hægt að róa fylleríið hjá unglingum, með að lækka það niður í 16, þó að Daninn sé óánægður með það, enda ekkert skrýtið, það er eins og ég segi, krakkar drekka í skólanum og í vinnunni og ég veit ekki hvað. Hérna tíðkast ekki slíkt.<BR><BR>Friður.
Helgi Hrafn Gunnarsson
helgi@binary.is