Tekið úr Mogganum, föstud. 6.des.
Rúml. tvítugur maður sem stal sex bílum, braust inn í fjögur apótek og gerðist sekur um tvö alvarleg umferðarlagabrot, hefur verið dæmdur í 6 mánaða fangelsi, skilorðisbundið til þriggja ára.
(smá stytting) en brotin voru framkvæmd á fimm mánaða tímabili á þessu ári og þrátt fyrir að hann hafi rofið skilorð var hann aftur dæmdur í skilorð.
T.d. var pilturinn ekki með ökuréttindi en ók nú samt – auðvitað, stal sex bílum – og sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglu heldur ók á 120 km hraða um bæinn og nokkrum sinnum gegn rauðu ljósi.
SAMKVÆMT ÁKÆRU VAR EKKI KRAFIST ÖKULEYFISSVIPTINGAR OG EKKI ÁKÆRT VEGNA BÍLSTULDA OG HEIMILDARLAUSS AKSTURS ÞEIRRA.
En dómarinn svipti piltinn samt ökuleyfi í heila 3 MÁNUÐI, því honum þetta einhvernveginn ekki nógu gott.
Tek fram að það kemur fram að “maðurinn sé ungur, hafi leitast við að ná tökum á eiturlyfafíkn sinni, hafi játað brotin greiðlega og axlað fjárhagslega ábyrgð vegna þeirra, sé hæfileg refsing talið sex mánaða fangelsi”. – sem er skilorðisbundin og því ekkert fangelsi.
Kannski er þessi piltur alveg ágætur og gott að hann skuli taka sig á og allt það en mér finnst þetta nú hálfgert djók.
Ég er svosem sammála mörgum að fangelsisvist geri menn ekkert betri en það vantar nú eitthvert úrræði því þessi maður var – í það minnsta var – krimmi og mér finnst hann nú ekkert vera að gjalda þess sem hann gerði.
Mér er nefnilega frekar illa við að fólk geti brotist inn í bíla, stolið bílum, brotist inn í hús og fyrirtæki, rænt og ruflað og stórskemmt verðmæti plús það að stefna lífi og limum manna í stórhættu og fengið svo bara skilorðisbundna dóma, allavega ef þessir einstaklingar eru á skilorði fyrir.
Ég er svosem enginn hugmyndasmiður fyrir þjóðfélagið en menn eiga að fá refsingu, t.d. sinna allskyns samfélagsvinnu og auðvitað fá aðstoð til að koma sér á réttan kjöl, sem ég held að sé nú ekki raunin nema í einstaka tilvikum.
Allavega þykir mér þessi dómur bara segja manni að það sé nú svona næstum í lagi að ræna og skemma því refsingin er fáránlega lítil.
En það er nú bara mitt alit…………………….