Bush og Írak
Ég var að lesa áðan í textavarpinu að ef Írakar myndu ekki afhenda Bandaríkjastjórn lista yfir öll gereyðingarvopn sem er að finna í landinu þá ætla Bandaríkin bara að ráðast á Írak. Hver í gaf Bandaríkjanum rétt til þess að ráðast inn í eitthvað ríki því það vill ekki gera eins og þau segja???? Og til hvers? Til að verja land sitt og enginn segir neitt um það, en ef Írakar myndu ráðast á Bandaríkin yrðu allir fúlir og einhver alheimssorg yrði í mánuð og Bandaríkin gætu bara notað það til að réttlæta einhverjar árásir. Bandríkjastjórn ætti kannski aðeins að slappa af og frekar að hugsa um hvað er að gerast í Bandaríkjunum, minnka hlutfall fátækra og svona.