ég vil byrja á því að nefna það að ég er framhaldsskólanemi.
Ok, allir hafa rétt til að fara í verkfall ef þeir eru ósáttir við laun sín, nema sjómenn - það er alltaf sett lögmann á þá! og kanski einhverjir aðrir.. en hvað um það….
Þessar kröfur sem kennarar eru að setja fram eru auðvitað bull og vitleysa… jújú þeir eru háskólamenntaðir og allt það…
Þeir vilja fá sem nemur 70% hækkun, 30% strax og 15% á ári næstu tvö ár, og það kemur ekki til greina að semja til 3 ára, bara 2ja - því þá er styttra í næsta verkfall. á meðan aðrar stéttir eru kanski að fá hækkanir um nokkur % kanski 4,5% þá vilja þeir 70%.
Síðan þegar Ráðherrar segja þeim að þetta sé sýra, að það geti engin ríkisstjórn samið um 70% hækkun þá fara þeir í fýlu og segja að ráðherrar séu með einhvern áróður og ég veit ekki hvað!
Segjum sem svo að við myndum fara að kröfum kennara, þetta yrðu GRÍÐARLEGAR aukningar í að borga laun, bara hjá kennurum. En síðan eru fullt af öðrum samningum að losna, hvað haldið þið að hinar stéttirnar vilji? auðvitað það sama og kennarar. Það myndi þýða að allir yrðu að fá alltof mikla hækkun, og ríkið myndi þurfa að borga fullt meiri pening í laun, þyrfti meiri pening og myndi hækka skatta! - Viljum við það ????
Síðan finnst mér alveg fáranlegt að Samfylkingin sé að dissa ráðherrana fyrir að semja ekki strax við kennarana - á sama tíma og þeir dissa ríkissjórnina fyir að passa við ekki nógu vel í peningamálum… svoldið skrítið…
Já.. það lítur út fyrir langt verkfall, en ég verð að segja að það er skárra að bíða þangað til að sýru-víman rennur af kennurum og þeir átta sig á að kröfur þeirra eru ekki raunhæfar.. en þið vitið hvernig sýran er… fullt af Flash-bökkum… þannig að við skulum spjalla aftur í næsta verkfalli, eftir 2 ár sennilega..