Jólafár!!
Ég skil ekki alveg hversvegna búið er að skreyta fyrir jólin á mörgum stöðum eins og kringlunni, smáralind og ikea. Mér finnst þetta allveg óþarfi, það er nóg stressið og peningaplottið í kringum þessi blessuðu jól þó að við þurfum ekki að byrja það í byrjun nóvember. Og já þá er það annað, hversu margir hér á íslandi halda upp á “hrekkjavöku” við hér á landi erum svo algerlega blind á sölumennskuna að við tökum öllu sem bandaríkin rétta okkur með brosi og begjum okkur svo fram og … þið vitið. Ég hitti t.d danska stelpu um daginn sem sagði mér það að í danmörku, (þarna er ég að alhæfa svolítð) væri ísland kallað litla New York og það í neikvæðri merkingu, þar sem að íslendingar væru hálf heilaþvegnir af usa. Og svona á meðan að við erum að halda upp á hrekkjavöku, þakkargjörð, cólumbusardaginn og 4 júlí eigum við þá ekki að segja okkur úr evrópu og ganga glöð og stolt til að kissa tærnar á Georgi Búss