Ég hef fundið marga lykt sem mér þykir vond, en hún er ekki vond í sjálfri sér. Ég er ekki beint að segja að lykt sé ekki vond, en hún er það ekki upp á eigin spýtur. Prik hefur tiltekna lengd og þyngd, svo dæmi sé tekið, án þess að nokkur maður sjái það, en lykt er hvorki góð né vond nema einhver finni hana. Ef enginn finnur lyktina, þá er hún hvorugt. Þetta er dálítið svipað og með tréð sem fellur í skóginum, nema spurningin er ekki hvort það myndist hljóð (sem það gerir annars, nema það falli líka í lofttæmi), heldur hvort það myndist fagurt hljóð.<br><br>Þorsteinn.
All we need is just a little patience.