Lögreglan hefur ekki heimild til þess að leita í bílnum manns. Ef þú neitar og þeir biðja þig um að koma niðrá stöð, þá spyrðu einfaldlega “ertu að handtaka mig?”.
ef þeir segja nei, þá segir þú nei (að þú komir semsagt ekki niðrá stöð).
ef þeir svara spurningunni játandi þá spyrðu að sjálfsögðu fyrir hvað. ef þeir geta ekki gefið þér góða ástæðu hafa þeir enga heimild til þess að fara með þig niðrá stöð.
séu þessar upplýsingar notaðar getur það haft mikil óþægindi í för með sér, þar sem að lögreglu er mjög illa við að vera neitað.
í sjötugustu og fyrstu grein stjórnarskrá lýðveldisins Íslands stendur:
“Allir skulu njóta friðhelgi einkalífs, heimilis og fjölskyldu.
Ekki má gera líkamsrannsókn eða leit á manni, leit í húsakynnum hans eða munum, nema samkvæmt dómsúrskurði eða sérstakri lagaheimild. Það sama á við um rannsókn á skjölum og póstsendingum, símtölum og öðrum fjarskiptum, svo og hvers konar sambærilega skerðingu á einkalífi manns.
Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. má með sérstakri lagaheimild takmarka á annan hátt friðhelgi einkalífs, heimilis eða fjölskyldu ef brýna nauðsyn ber til vegna réttinda annarra.]”
í sextugustu og stjöttu grein stendur:
“Engan má svipta frelsi nema samkvæmt heimild í lögum.
Hver sá sem hefur verið sviptur frelsi á rétt á að fá að vita tafarlaust um ástæður þess.
Hvern þann sem er handtekinn vegna gruns um refsiverða háttsemi skal án undandráttar leiða fyrir dómara. Sé hann ekki jafnskjótt látinn laus skal dómari, áður en sólarhringur er liðinn, ákveða með rökstuddum úrskurði hvort hann skuli sæta gæsluvarðhaldi. Gæsluvarðhaldi má aðeins beita fyrir sök sem þyngri refsing liggur við en fésekt eða varðhald. Með lögum skal tryggja rétt þess sem sætir gæsluvarðhaldi til að skjóta úrskurði um það til æðra dóms. Maður skal aldrei sæta gæsluvarðhaldi lengur en nauðsyn krefur, en telji dómari fært að láta hann lausan gegn tryggingu skal ákveða í dómsúrskurði hver hún eigi að vera.
Hver sá sem er af öðrum ástæðum sviptur frelsi á rétt á að dómstóll kveði á um lögmæti þess svo fljótt sem verða má. Reynist frelsissvipting ólögmæt skal hann þegar látinn laus.
Hafi maður verið sviptur frelsi að ósekju skal hann eiga rétt til skaðabóta.]”
og hananú!