Hvernig er það með lögreglu á Íslandi…

Er það rétt sem maður heyrir að lögreglan hefur varla meiri völd á Íslandi heldur en skátarnir??

Vinur minn lenti í því að vera tekinn í ökuskírteinistékk um daginn, en löggan spurði hann hvort að þeir mættu leita í bílnum hans. Hann vissi ekki hvað hann ætti að gera svo að hann leyfði þeim það bara, enda hafði hann ekkert slæmt á samviskunni. Það fór svo þannig að löggan fann ekkert.

Síðan þegar hann fór að segja mér og fleirum frá þessu heyrði maður oftar en ekki fólk spyrja hann afhverju hann hafi ekki sagt hreint “NEI” við lögguna þegar hún spurði. Er það virkilega rétt hjá fólki að lögreglan má ekki leita í bílnum þínum án opinberrar heimildar eða þá þínu leyfi???

Það væri gaman ef einhver sem veit eitthvað um þessi mál gæti frætt okkur um þessi mál…

Kveðja,
Nonni