Svona fyrst við erum að ræða um verkfall framhaldsskólakennara, þá get ég ekki á mér setið og viðrað skoðanir mínar á Menntaskólanum í Reykjavík.
MR er einfaldlega langbesti framhaldsskóli á landinu og þótt víðar væri leitað. Það hefur margsinnis komið fram í könnunum sem gerðar hafa verið á árangri háskólanema að stúdentar úr MR standa mun betur að vígi en aðrir.
Auk þess ber að minnast á félagslífið en MR hefur að státa af mjög öflugu félagsstarfi sem hefur m.a. skilað sér í glæsilegasta skólablaði sem gefið hefur verið út á Íslandi.
Ef einhver telur sig vita um menntaskóla á Íslandi sem getur skákað MR, bið ég hann um að gefa sig vinsamlegast fram og styja mál sitt á vitsmunalegan hátt.
:)