Eins og ég sagði áður (mig minnir að það hafi verið sem svar við Apache), þá skiptir engu máli hvort það séu fáir eða margir sem eru fátækir, og ekki heldur hvort að fátæktin sé sjálfsköpuð eða eitthvert þjóðfélagsmein. Sé fólk fátækt - og styðjumst við þinn mælikvarða: Að það svelti og viti ekki hvenær það muni borða næst, búi á götunni og ef það fær að hafa börnin í friði fyrir Barnaverndarstofnun (eða hvað sem batteríið heitir nú), þá fara þau börn ekki í neinn skóla - nú, þá er það fátækt.
Og ef það er svo lítið sem einn maður á Íslandi fátækur eftir þessum mælikvarða, þá er fátækt á Íslandi. Og var ég að tala við þig eða Apache þegar ég sagði að fátækt væri eins og sjúkdómur? Það er að segja, þótt einhver sé bara með hálsbólgu og hita, þá er hann samt veikur - jafnvel þegar við getum dregið fram ótölulegan fjölda manna með holdsveiki, krabbamein og svo framvegis. Og þótt við höfum hér , þegar verst lætur, fólk með hálsbólgu og kvef, þá er það veikt, þó svo að fólk annars staðar sé mun veikara (og það er betra að tryggja sig fyrirfram og taka fram að hér er aðeins um líkingu að ræða, en ekki neina fullyrðingu um heilbrigði Íslendinga).<br><br>Þorsteinn.
All we need is just a little patience.