Ég veit ekki hvort þessi grein passi hér, en ég fann engan betri stað fyrir hana.
Áðan fór ég að einhverjum ástæðum að hugsa um jólin. Þessi ágæta hátíð, og jafnframt afmælisdagur Jesú Krists fer senn að líða í garð. Ég veit ekki hvort ég er einn um að hafa þessa skoðun, en mér finst að þessar jólagjafir séu búnar að gjörspilla jólunum. Foreldrar þurfa að kaupa helling af gjöfum, með meðfylgjandi stressi og pirringi, og börnin hugsa aðeins um allar gjafirnar sem bíða þeirra, og vita fátt um hvers vegna jólahátíðin er haldin og svo framvegis. Svo skeður það að vonbrigði krakkana eyðileggja aðfangadags kvöld fyrir krökkunum. Síðustu jól heyrði ég eitthvað nýtt jólalag og það snerist aðeins um öll dýru tækin sem viðkomandi var að fara að fá í jólagjöf og svo fremvegis. Ég veit ekki hvaða lag þetta var en það var greinilega samið að ótrúlega vitgrönnum manni, sem ætti að fara að endurskoða sína textagerð við jólalögin. Svo eru það skreytingarnar…. ég ætla ekki að tala meira um þær en eitt sem ég vil segja… allt er gott í HÓFI! Persónulega hlakkar mér nánast ekkert til jólana og ég veit að ég er ekki orðinn nógu gamall til að neyðast til að hafa áhyggjur af gjöfum, og slíku. En mér finst jólin vera bara svoddan bruðl og vesen!… Segið endilega ykkar skoðun á þessu máli… Ég hef lokið mínu máli…