Ég hef ávalt talið mig til jafnréttismanna og finnst að jafnrétti á að vera undirliggjandi í þjóðfélagi. Ég stunda nám í háskóla þar sem mikill meiri hluti nemenda eru karlar um 75 prósent. Eini aðgangur minn að internetinu er í gegnum tölvuverin og að sjálfsögðu anna þau engan vegin þeim fjölda nemenda sem eru í skólanum. Til að bæta stöðu kvenna í þessum efnum er hér sér tölvuver bara fyrir konur. þetta er kallað jákvæð mismunun, hér fær meiri hlutinn verri aðbúnað en minni hlutinn.
Ein fremsta stjórnarfylkingin í kvennréttindum verður að teljast Vinstri Grænir í dag. Eitt af því sem að sá flokkur hefur barist fyrir af miklum dugnaði er að leggja niður súludans og skemmtistaði sem bjóða upp á slíkt. Vinstri grænir, sem hafa hagsmuni kvenna að leiðarljósi, ráðast hér á atvinnustétt þar sem konur eru í miklum meiri hluta. Hvar eru hagsmunir þessara kvenna? Hvað næst? Á að leggja niður starfstétt hjúkrunnarfræðinga?
Fyrir nokkrum árum var yfirskrift kvennréttindahóps í háskólanum: “Jafnrétti kynja til náms - konur til valda”. Sá þessi hópur ekki þversögnina í slagorði sínu eða er eina sem kemst að hjá kvennréttindasinnum hin svokallaða jákvæða mismunun?
:: sljó