Það sem nýji róbóvoffi býður uppá er t.d. 50 skipanir sem hægt að að segja voffa, t.d. Sestu, dansaðu, dauður og fleiri. En voffi er líka klár og getur lært hvernig hann á að hegða sér, ef þið klappið honum varlega á þar til gerð svæði lærir róbóvoffi að hann var að gera eitthvað sem eigandanum líkar og er því líklegri til að gera það oftar í framtíðinni. En ef þið sláið á þessi snerti svæði lærir voffi að hann hefur verið vondur og dregur úr þeirri hegðun sem hann var að sýna.
Einnig er hægt að fá á hann auka hugbúnað sem gerir eigandanum kleyft að forrita róbóvoffan sinn, þar getið þið t.d. bætt við gelti eða urri á róbbóvoffi. En með þessum hugbúnaði bættist einnig við þroskastigs-fídusm, þá byrjar hundurinn sem smábarn, fer svo yfir í það að vera barn svo unglingur og loks fullorðin. Smábarnsmódelið sem sýnt var á COMDEX hoppaði og skoppaði um sviðið líkt og hvolpur allan tíman.
Nú er bara að rífa fram veskið og reiða fram 1500$, það finnst mér ekki mikið fyrir hreinræktaðan róbóvoffa.
A