Kæri september….
Ég legg til að þú lesir einstaklega forvitnilegu (ef svolítið biluðu…) póstana í gestabókinni á
http://www.turkey.com (Þarna má lesa um margt MJÖG forvitnilegt, eins og “Nasistaflokk Írans”! (Ótrúlegt en satt)…Írakar og Íranir og ýmsir sem eiga olíu eru nefnilega ekki arabar heldur persar, allt annar ættbálkur, kynstofn eða hvað þú villt kalla það. Og að segja við persa að hann sé arabi eða öfugt er bara að biðja um rifrildi, og kannski eitthvað verra…Tyrkir eru svo alveg allt annað, og myndu margir aldrei fyrirgefa þig að kalla sig araba, þeir eru annars upprunalega frá Asíu meðal annars og mjög blandað fólk…
Ég fann þessa stórskrýtnu síðu
http://www.turkey.com um daginn og þar eru einmitt Persar, Tyrkir, Arabar og allir hinir að úthúða hver öðrum í gestabókinni, sem væri ágætis 101 nám fyrir þig í þessu öllu, passaðu bara að hausinn á þér springi ekki ef þú tekur þessa vitleysu þeirra of alvarlega, hehe..Þarna er fullt af rasistum; örubum sem hata persa, Íranir sem líta á persa sem yfirburðakynstofninn, Tyrkir sem syrgja þá staðreynda að hafa blandast hvítum óæðri Evrópubúum, og líta niður á bæði Persa og Araba og finnst að Tyrkir ættu enn að ráða lögum og lofum í Miðausturlöndum og eru sannfærðir um að þeir taki völdin á ný og ráða yfir öllum Persum, Aröbum og öllum hinum (helst þér líka)! (Og þessir Tyrkir geta frætt þig um hvernig allur heimurinn var aumingjar áður en þeir kenndu þeim að skrifa fyrstir manna og fleiri undarlegheit, hvernig Tyrkir siðuðu heiminn og ég veit ekki hvað,….og einn og einn Tyrki þarna skammast sín fyrir hvítu genin og blöndunina, sem vonandi hafa ekki spillt þessu, aðrir eru glaðir að hafa blandast, þannig hafi Tyrkir orðið myndarlegri…Þetta eru sem sagt mjög sérkennilegir karakterar þarna..(Þetta getur annars verið fín skemmtilesning fyrir aðra, og fræðandi á sinn hátt)
Afhverju vill ég að þú lesir þetta? Afþví þú værir þarna í góðum félagsskap….Þvílíkur rasismi að halda því fram að Arabar og Gyðingar séu “ófriðsamir ættstofnar”! Það er bara rasismi og ekkert annað….Spánverjar eru til dæmis mjög blandaðir aröbum, og bygginarlist þeirra ber þess fögur merki. (Bíddu eru Spánverjar, sem allir Íslendingar elska (við förum jú öll til Spánar) einhver ófriðarættbálkur?) Ítalir eru líka margir blandaðir aröbum, og sama gildir um Frakka…(Eru Ítalir og Frakkar eitthvað ófriðsamari en aðrir? )…ÞÚ gætir svo sem best verið blandaður þessum ættstofnum sjálfum, það voru alltaf einhverjir Frakkar hér á skipum….Svo þetta er þá menningarlegt vandamál og hefur ekkert með “ættstofna” að gera….Ertu tilbúin að viðurkenna það? En það er ekki einu sinni svo einfalt…
Afrek Gyðinga þarf varla að telja upp, en þeir eru annars þjóð, en engin ættstofn, og það mun blandaðri þjóð en flestir halda….Arabar hafa líka gert ótal afrek….
Það er aröbum að þakka að Evrópa er til!
Já, þegar hinar myrku miðaldir voru varðveittu arabar gríska menningu og fleira sem við tengjum í dag Evrópskri menningu á þann hátt að án þessa væri hún ekki til eins og við skiljum hana og upplifum í dag….(Evrópa er Grikkland segja margir, hefurðu séð “My Greek Fat Wedding” , ,kannski ekki nema einhver vinkona þín hafi dregið þig á hana, það er nokkuð til í þessu monti hjá tengdapabbanum í henni) Allt þetta um lýðræði og allt þetta gríska sem við ætluðum bara að gleyma þegar VIÐ vorum að drepast úr trúarofstæki, geymdu ÞEIR (arbarnir) og varðveittu og lásu (Þeir voru víðsýnu menntamennirnir þá, við ofstækismennirnir óupplýstu frá Evrópu..) svo já, það er þeim að þakka að við skulum muna eftir þessu öllu kannski….(Þetta er samt auðvitað mikil einföldun)
Arabar eru sekir um ýmsa þróun í læknavísindum og fleiru, og sömuleiðis um einhverja fallegustu byggingalist heimsins, stórmerkilegar bókmenntir og list og fleira og fleira og fleira….
Það má vel vera að það sé eitthvað að menningu SUMRA araba í DAG, en það er ekkert meira að ARABÖBUNUM í sjálfu sér, en neinum öðrum…
Plís, plís, plííííís hættu að rugla um ættstofna….
Og, hvað eiga persar ekki líka olíu….Elskan mín, persar líta meira að segja allt öðruvísi út en arabar, það finnst flestum sem hafa umgengist báða hópa eitthvað (persar eru almennt talsvert fínlegri til dæmis) og hann Saddam Hussein er persi og myndi hreinlega drepa þig fyrir að kalla sig araba býst ég við, það er móðgandi að ásaka Persa um slíkt.
“Arabaheimurinn” eins og þú sérð hann er ekki til….Það er kannski ekki eins lítil eining í múslima heiminum (sem er mjög fjölbreyttur, arabar eru minna en 20% af honum (man ekki nákvæmlega töluna, og fjölmennasta arabaríkið er asískt…),…og ætla mætti af að lesa undarlegu gestabókina hjá turkey.com…, en það sem við finnum að heimi Islams í dag er ekkert frekar bundið við araba en alla hina ættflokkana á þessu svæði…ekki að Islam er ekki endilega svo slæmt, það er túlkunin á því sem getur verið slæm…Það er hvernig menn lesa þetta frekar en textinn sjálfur skilurðu (Biblían er nú engin barnabók heldur)…En “ættstofnar”, þvílík vitleysa…málið er bara ekki það einfalt.
En jæja, þú veist bara eflaust ekki mikið um þetta. Það er ekkert að því, og ekki endilega varanlegt vandamál. En já, víkingarnir voru auðvitað “friðarins mikli ættstofn”? Þú hefur rétt á að dæma aðra “ættstofna”? Þetta er bara ekki svona einfalt….Í sannleika sagt erum við öll ömurleg, og við erum öll frábær. Allar þjóðir og menningarheimar hafa sína kosti og galla, en fyrst og fremst eitthvað einstakt og fallegt að bjóða, sem hefur gildi burt séð frá siðferðislegu gildi. Og þetta gildir um Araba, Persa, Íslendinga og alla hina…og gildir líka um hvern og einn einstakling á þessar plánetu. Sá sem virðir ekki rétt menningarheima á að vera til, viðurkennir heldur ekki rétt einstaklinga til að vera til og vera þeir sjálfir. Og þó eitthvað sé að í einhverju landi þýðir það ekki að það sé vont land, frekar en að einstaklingur sem glímir við vandamál sé endilega eitthvað vondur eða hafi kannski ekki eitthvað aðdáunarvert í fari sínu líka….
Einfaldanir eru besta leiðin til að hata og dæma.