Góðan daginn gott fólk.
Ég hef verið að horfa á þáttin Silfur Egils á skjá einum og ég er ekki mjög sáttur við vinnubrögð dagskrárgerðamanna þessarar stöðvar.
Þessi þáttur hefur verið starfandi í fjóra vetur og ólíkt öllum íslensku þáttunum á skjá einum þá hefur alltaf lifað í glæðum Egils á imbanum.
Hver einn og einasti þáttur er og hefur verið of stuttur. 1 og hálfur tími!.
Í hverjum þætti er einhver að segja eitthvað og þá segir þáttastjórnandinn góðkunni.. “EN tíminn er að fljúga frá okkur” og talar ofan Á viðmælendur beinlínis og þátturinn er búinn.
að mínu mati finnst mér að þeir ættu að lengja tíma þáttanna og leyfa viðmælendum að segja það sem þeir ætla að segja í stað þess að vera alltaf á hraðferð!!!.
Þetta er mitt álit………….