Nú fer að koma að því að ráðist verður að harðstjórn Saddams Husseins og hún gerð óvirk. Þar með mun ljúka a.m.k. 25 ára þjáningu fólksins í Írak, sem er orðið langþreytt á þessari vitleysu, heldur að það sé öðrum þjóðum að kenna að þau séu að deyja, þótt að sameinuðu þjóðirnar hafi sett í gang prógrammið olíu fyrir mat, sem leyfir Írak að skipta einhverju af þessari gríðar miklu olíu sem ríkið á fyrir mat, lyfjum og nauðsynjum. Því miður hefur ekki ein króna farið í lyf né næringu af þeirri olíu sem Írakar hafa dælt með hjálp Franskra og Rússneskra olíufélaga, hún hefur farið í eitthvað annað.
Ætli við íslendingar myndum ekki hugsa svipað og almenningur í Írak hugsar í dag ef ef við hefðum búið við stríð í 60 ár og 190 þjóðir (SÞ) segðu okkur stríð á hendur og kæmu hingað með her valtandi yfir okkur vegna þess að ríkisstjórn Íslands hafi ráðist á Færeyjar, með þeirri afsökun að Færeyjar setið undir sama konungi og við á fornöldum. Kannski myndum við sjálf sjá þessa árás í öðru ljósi og styðja ríkisstjórnina ár frá ári og líta á viðskiptabann sem grimmilega illsku þessara 190 landa og það væri vegna haturs þeirra á okkur.
Saddam Hussein ræður yfir gríðarlegu fjármagni og er staðráðinn að bæta kjarnorkuvopnum við vopnabúr hersins. Þetta er staðreynd sem enginn er í vafa um. Allar herstjórnir vilja hafa kjarnorkuvopn í
sínum her. Rússneskir vísindamenn og starfsmenn í kjarnorkuverum fyrrverandi sovíetríkjanna lentu í þeim aðstæðum að þegar Rússneska rúblan varð verðlaus, áttu þeir ekki pening fyrir mat og til að halda fjölskyldunni á lífi, þurfti að selja plútoníum. Flestir þeirra fóru í fangelsi tveimur árum seinna ef það komst upp um þá. Hver var kaupandinn?
Yfir 100 ferðatösku kjarnorkusprengjur (sjá mynd) voru búnar til í Rússlandi fyrir 10 árum og eru yfir 30 þeirra týndar. Var þeim stolið? ef svo er, hver stal þeim? Voru þær seldar? ef svo er, hver keypti þær? hvað kostuðu þær? hver á pening fyrir kjarnorkusprengju? Þessar sprengjur eru nógu léttar fyrir einn mann að bera, og sprengikraftur þeirra er 500 sinnum öflugri en stærstu hefðbundnu sprengjurnar sem voru notaðar í seinni heimstyrjöldinni.
Fyrir þá lýðskrumara sem halda því fram að viðskiptabannið sé hrein illska og að ástæðan sé fyrirlitning á fólkinu í Írak, Og þetta sé allt samsæri gyðinga sem stjórna Bandaríkjunum gegn Íslam. Þið komist ekki langt með slíkum áróðri, því að ef fólk vill vita sannleikan þá eru yfir 4.000 fréttaútgáfur frá öllum heimshornum á netinu þar sem er hægt að skoða málið frá öllum sjónarhornum. Fljótlegasta leiðin er http://news.google.com. Þannig að lýðskrumarar hafa það ekki gott þessa stundina.
Auðvitað eru mótmæli og gagnrýni nauðsynleg. En áður en er farið út í lýðskrum, hugsið þá aðeins hvað þið eruð heppin að búa í heimi þar sem mótmæli og gagnrýni eru leyfð og lærið að meta það.