Sprengjuárás á Bali, Indonesíu, 182 dánir
Þótt furðulegt megi virðast er ekkert um þessa stórárás á Mbl.is, einum okkar aðalfréttamiðli. En semsagt Þá var gerð sprengjuárás(bílasprengja) við vinsælan skemmtistað á Bali, 182 staðfestir dánir fleiri slasaðir, meirihluti ferðamann. Sérstaklega virðast Ástralir hafa misst marga, þeirra á meðal nokkra landsliðsmenn, mikið áfall fyrir þá. Bali hefur til þessa verið talin nokkuð öruggur staður, en ólíkt restinni af Indónesiu eru íbúar þar Búddatrúar en ekki múslímar. Kannski einmitt þess vegna sem Íslamskir hryðjuverkamenn hafa valið þennan stað, en það fer varla á milli mála að þeir hafa verið að verki, en það verða eflaust margir “islamsvinir” sem munu kenna CIA eða Mossad um !
Nú eru Indónesar í klípu þar sem verstu grunsemdir margra eru að rætast, þ.e. að islamskir hryðjuverkamenn séu að koma sér fyrir og lítið sé gert til að koma í veg fyrir það. Nú munu bæði BNA og Ástralía setja klemmu á Megawahti forstætisráðherra til að leggja til atlögu við islamska öfgamenn. Þetta verður líka eflaust til að BNA fær fullan stuðning Ástrala og fleiri við aðgerðir gegn Írak, þó tengslin séu ekki bein. Því miður munu Balíbúar tapa á öllu saman vegna minnkandi ferðamannastraums.