Hryðjuverk eru framin um allan heim. Nú síðast á Bali og í Finnlandi.
Það er hægt að skilja þetta á Bali, í Indónesíu, sem er fjölmennasta muslimaríki í heiminum. Í fjöldanum þar finnast örugglega einhverjir, sem vilja erlendum(kristnum) ferðamönnum illt.
En í Finnlandi. Einu Norðurlandanna! Þar finnur tvítugur stúdent sig knúinn til að sprengja í verslunarmiðstöð, með því markmiði að deyða/limlesta sem flesta. Hvað fær hann til að gera slíkt? Hafa allir fjölmiðlar logið hann stútfullan? Hverju er hann að mótmæla? Er lýðræðið þar ekki nægt fyrir hann? Getur hann ekki komið skoðunum sínum á framfæri nema undirstrika þær með að drepa samborgarana? Eða er hann kannski bara geðbilaður(einföld skýring). Að smíða slíka sprengju, er ekki bara hrist fram úr erminni á svipstundu. Tugum klukkustunda hefur verið eytt í smíðina, nægur tími til að geta hugsað málið og hætt við mörgum sinnum.
Hvernig þróaðist þessi stúdent upp í að fremja svona glæp gagnvart samborgurum sínum? Var hann kannski sá eini sem sá sannleikann?(það eru nokkrir slíkir hér á Huga)
Byrjaði það kannski með því að hann svívirti finnska þjóðfánann? Fyrst í tali og svo með því að nota hann sem dyramottu og jafnvel skeina sér á honum?(getgátur)
Ég nefni þetta bara vegna þess að það þótti sumum allt í lagi, í umræðunni hér á Huga, um Íslanska fánann. Virðingarleysi gagnvart þjóðlegum hlutum getur svo auðveldlega breyst í virðingarleysi fyrir mannslífum.
Og talandi um virðingarleysi gangvart þjóðlegum hlutum, þá drógu einhverjir unglingar þjóðfána BNA að hún, yfir Stjórnarráðinu. Íslenska Stjórnarráðinu!
Unglingar segi ég. Hvað hef ég til marks um það. Eftirfarandi pælingar:
Það þarf lipran einstakling til verksins.
Það þarf unggæðislega skoðun á málum almennt til verksins.
Það þarf öfgamann til verksins, og auðveldast er að finna þá í hópi ómótaðra unglinga.
Líklega er hann ‘kommi’ að eigin áliti. Þó hann viti varla hvað það er, en fínt er það, ‘mar’! Og enginn er ‘kommi’ eftir að hafa eigast konu og börn, og þurft sjá þeim farborða.(Skeður oftast eftir tvítugsafmælið, samfara auknum þroska og skynsemi)
Enginn gáfaður maður myndi koma upp um sig með því að nota latínu, eins og gert var. Það gera bara þeir, sem vilja láta aðra halda, að þeir séu bráðgáfaðir.
Það sem ég er að reyna að segja er: Ef við berum ekki virðingu fyrir þjóðlegum hlutum, eins og fánanum, er þá ekki bara stutt í að við berum enga virðingu fyrir mannslífum. Hvað mun koma í veg fyrir að einhver þessara unglinga leiðist að niðurlægja þjóðlega hluti og láti ‘sprengjuna’ tala. Það er ein leið til þess að allir hlusti eitt andartak, en þessir allir verða svo fljótlega sammála um hversu ‘boðskapurinn’ hafi í raun verið innantómur og gerandinn kolruglaður í kollinum.
Eftir að hafa verið hér á Huga, á annað ár, hef ég náttúrulega myndað mér mínar skoðanir á hinum ýmsu ‘hugurum’.
Sumir eru víðlesnir og koma vel frá sér því sem þeim liggur á hjarta.
Aðrir eru eldhugar, nota uppnefningar og blótsyrði og kalla andstæðinga sína öllum illum nöfnum. Þessir sömu finnst allt í lagi að segja, “Drepum alla júðana”, en myndu bókstaflega ærast ef einhver vogaði sér að segja: “Drepum alla arabana”.(og öfugt)
Enn aðrir eru hér bara til að æsa alla upp(starting a flame) og hlægja svo að öllu saman. Slíkt er auðvelt í skjóli dulnefnis, en lýsir bágstöddu andlegu atgervi geranda.(Hef kynnst svoleiðið margsinnis síðustu 14 árin mín á netinu) Og hefur oftast leitt til brottvikningar geranda(banishment).
Þökk þeim, sem á hlýddu :)
All is well as ends Better. The Gaffer.