Hér ætla ég að skrifa nokkur orð um dauðarefsingu.

Dauðarefsing er eitt það alrangasta sem ég veit um. Ég sé ekki hvernig við eigum að hafa rétt á því að taka aðra manneskju af lífi.
Lítum á dæmið svona:
Í ónefndum bæ er grunnskóli einn. Í honum eru margir nemendur sem læra hin ýmsu fög. Eins og gengur og gerist mynda nemendurnir hópa og er oftar en ekki einhver einn sem “stjórnar” hverjum hóp. Hver kannast ekki við það? Nú gerir einhver meðlimur einhvers hóps eitthvað af sér, togar í hárið á öðrum í hópnum eða eitthvað, og honum er útskúfað úr hópnum. Eðlilegt.
En fyndist ykkur eðlilegt ef aðalkrakkinn í hópnum myndi reka afbrotakrakkann _úr skólanum_? Líklegast ekki.

Af hverju?

Nú afþví hann hefur ekkert vald til þess, krakkarnir stjórnar ekki skólanum og þeir ráða ekki hver fer í og úr skólanum. Hinsvegar ráða þeir hver fer í og úr hinum ýmsu hópum sem krakkarnir mynda, af því að það eru einmitt þeir sem búa til sitt litla samfélag.

Og þetta er einmitt smækkuð mynd af samfélagi okkar í dag.

Við búum til samfélagið sjálf, það er uppfinning okkar. Kannski ekki okkar mannanna endilega en engu að síður uppfinning okkar lífvera sem Jörðina byggja. Þessvegna megum við ráða hver fer í samfélagið og hver fer úr því. Til þess eru fangelsi. Til að halda óæskilegum einstaklingum frá okkar samfélagi.

En við bjuggum ekki lífið til. Við ráðum engu um það hverjir koma inn í það, þ.e. fæðast. Það eru yfirvöldin, kennarar og skólastjóri litla dæmisins fyrir ofan sem ráða því hverjir fara inn og út úr skólanum/lífinu.
En við vitum ekki hver(jir) það er(u) í lífinu. Við vitum ekkert hvort það er einhver yfirleitt sem stjórnar einhverju.
En hvað vitum við? Við vitum að þessir “stjórnendur” eru ekki við. Það eitt vitum við fyrir víst.
Þessvegna finnst mér fáránlegt að við skulum leyfa okkur að fjarlægja einhvern úr “félagi” sem við stjórnum ekki á nokkurn hátt.

Alveg eins og grunnskólakrakki hefur ekkert vald til að reka annan krakka úr skólanum höfum við ekkert vald til þess að reka aðra úr lífinu.

Zedlic