Morð er vissulega alltaf morð, alveg eins og hestur er alltaf hestur. Hins vegar er manndráp ekki alltaf morð. Til dæmis er það varla morð ef kona drepur karl sinn þegar hann er að berja hana sundur og saman. Það er varla morð ef einhver er á gangi í Þórsmörk um Verslunarmannahelgi og heyrir skerandi neyðaróp, og svo framvegis. Morð er raunar aðeins það manndráp sem er bannað með lögum, og er oftast notað um þau manndráp þar sem fólk er drepið eftir einhvers konar áætlun eða fyrirkomulagi. Að drepa einhvern í stundaræði (koma að konunni sinni í rúminu með annarri konu, og svo framvegis) er annað en að gera sérstaka áætlun um að drepa bæði hana og ástkonu hennar og láta líkin hverfa á einhvern hentugan hátt.
En um liðina sem þú nefnir:
1. Ef þetta er ekki ólöglegt, þá er þetta ekki morð. Það skiptir svo sem engu máli þótt lögin séu algerlega ranglát, þetta er ekki morð, heldur er þetta fyllilega löglegt athæfi. Dómararnir eru þá ekki morðingjar ef þeir kveða upp dauðadóm sem er fyllilega í samræmi við lög fylkisins.
2. Þetta eru ágæt rök, vissulega. Hins vegar er orðalagið “að líkindum” best til þess fallið að draga úr mætti þeirra. Svo geta menn verið á dauðadeild í nokkur ár, jafnvel áratug á meðan verið er að fara yfir málið aftur og aftur, rannsaka öll sönnunargögn og svo framvegis. Rannsökuðu þessir Harvardnemar hve mörgum hinna saklausu var sleppt?
3. Augljóslega máttu ekki drepa einhvern án dóms og laga. Það er einmitt munurinn á dauðarefsingu og lögguleik: Dauðarefsingin er í samræmi við dóma og lög.
4. En það gera alríkisþingið og fylkjaþing greinilega. Ef þau treystu sér ekki til þess að ákveða slíkt þá myndu þau breyta lögunum. Höfundar trúarrita á við Biblíuna og Kóraninn hafa líka treyst sér til þess, sennilega vegna þess að þeir töldu sér trú um að Guð væri að tala við þá.
5. Það er líka alveg stórfurðulegt að nokkur skuli halda því fram að dauðarefsingar hafi einhvern fælingamátt. Þyngri refsingar almennt hafa frekar lítinn fælingarmátt.
6. Að vera geðveikur, þroskaheftur og svo framvegis er oftast talið til “mildandi kringumstæðna”. Þó eru fréttir af því að þroskaheftir hafi verið teknir af lífi í BNA.
7. Og í öllum bænum, ekki blanda þessu kynþáttamismunarbulli í spilið. O.J. Simpson slapp, og hann er svartur. Timothy McVeigh slapp ekki, og hann er hvítur. Þetta er kannske mismunun eftir auðlegð, en svo sannarlega ekki eftir kynþætti. Það skiptir engu máli (í þessu samhengi) þótt meirihluti svartra í BNA sé fátækur, meirihluti fátækra þar er samt hvítur, og fátækir hafa allir jafn litlar líkur á því að fá góðan lögfræðing.
Svo minnir mig að í sumar hafi þessu með kviðdóminn verið breytt á þann veg að kviðdómur getur ekki kveðið upp dauðadóm lengur, heldur að það sé eingöngu á herðum dómara að gera það.
Og fyrst þú vilt endilega blanda Hitleri í málið (sívinsælt) þá ætti vonandi ekki að þurfa að benda þér á, að hann tók fleiri gyðinga af lífi heldur en aðeins þá sem voru Þjóðverjar. Hann tók líka pólska, franska, hollenska og svo framvegis. Það voru heldur ekki haldin réttarhöld - ekki einusinni sýndarréttarhöld, sem eru þó auðvitað engin réttarhöld - yfir hverjum og einum, heldur voru menn fordæmdir vegna þess eins að þeir tilheyrðu ákveðnum trúflokk.
Hugmyndin um að dauðarefsing sé röng/ranglát vegna þess að rangt sé að drepa fólk (að yfirlögðu ráði), hvernig svo sem lögin skilgreina morð (t.d. var orðið “morð” upphaflega einungis notað þegar menn voru drepnir úr launsátri) er miklu einfaldari en allt þetta. Til hvers að flækja málin?
All we need is just a little patience.
Fyrirgefðu, ég var að flýta mér soldið og auk þess var ég fullur!
En það sem ég átti við með kynþáttamisrétti, þá er eins og þú sjálfsagt veist töluverður munur á tekjum svartra og hvítra í BNA og af því leiðir að þeir hvítu eiga meiri séns á sanngjarnri dómsmeðferð og það veist þú jafnvel og ég!!!
Og að blanda O.J. simpson inn í þetta mál er jafn fáránlegt og af mér að blanda Hitler í dæmið, hann hefði tapað þessu máli hefði hann ekki haft hundruðir miljóna til að verja sig með.
Afhverju á fólk eins og hann þannig séð að vera rétthærra en annað fólk, eru það mannréttindi?
En eins og ég lagði aðaláherslu á í því sem ég sagði áðan þá er helsta ástæðan fyrir því að ég er á móti dauðarefsingum sú að það er alltaf sú hætta fyrir hendi að við séum að “drepa” saklaust fólk og það er bara ekki eitthvað sem ég er tilbúinn að leggja blessun mína yfir.
Ef við dæmum þetta fólk í lífstíðarfangelsi án náðunarmöguleika þá er þó séns á því að sakleysi þeirra komi einhvern tíma fram, er þá ekki skárra að hafa það í fangelsi en undir grænni torfu.
En þú er annað sem ég vil benda fólki á, fangelsi eru “betrunarhús” þau eru ætluð til þess að betra fólk og gera það aftur að virkum þjóðfélagsþegnum.
Og þó svo að það séu einhverjir sem komi út og haldi áfram á sömu braut, þá eru líka margir sem koma út betri menn og gera gagn.
Og það eru meira að segja nóbelsverðlaunahafar sem hafa eytt stórum hluta ævi sinnar í fangelsi.
Annars hef ég alltaf haldið því fram að þeir sem t.d. geti drepið aðra manneskju hljóta að vera mjög veikt fólk og veikt fólk á að reyna að lækna, ekki myrða.
Hverju erum við bættari með því að gerast sjálf morðingjar með því að drepa morðingja??
Þó svo að kviðdómur kveði ekki upp dauðadóminn sjálfur, þá dæmir hann fólk sekt um glæpi sem það veit að dauðadómur liggur við!!
Auðvitað má ekki drepa án dóms og laga segir þú!! En ef ég horfi upp á mann drepa annan mann, ætti ég þá ekki þannig séð að vera í fullum rétti til að drepa hann sjálfur, ég hef nú 100% vissu fyrir því að hann framdi glæp sem dauðarefsing liggur við??
0
Þó ég sé ekki eins siðferðilega sinnaður og Anon þá er ég algjörlega sammála honum. Það er staðreynd að einhver prósenta þeirra sem eru handteknir eru saklausir! Þó að sú prósenta sé vonandi lægri í málum sem varða dauðarefsingar þá er hún ennþá til staðar.
Það að hafa vitni að glæpnum er heldur ekki trygging fyrir því að rétti maðurinn sé fundinn, vitni geta bæði logið og farið mannavillt.
Nú á auðvitað ekki að sleppa manni sem er nánast öruggt að hafi framið glæp, einungis vegna þess að hann framdi hann ekki innan um fjölda manns og tók það upp á myndband, en allir eiga samt að njóta þess réttar að eiga von um að verða sleppt ef ný sannindi koma í ljós. Það er ekki hægt að sleppa manni sem er á síðustu stigum rotnunar í einhverjum kirkjugarði!
Ég neita því ekki að sumir eru einfaldlega óhrekjanlega sekir og ég hef EKKERT á móti því að þau óféti séu steikt, en það er einfaldlega ekki hægt. Kerfið getur aldrei orðið nógu fullkomið til þess og ég vil ekki hafa það á samviskunni að saklaust fólk sé myrt til að ég geti svalað hefndarfýsn minni, sem er í raun það sem verið er að gera.
Það er verið að segja tækifærið til að aflífa glæpamenn vegi þyngra en dauði saklauss fólks sem mér finnst persónulega vera bæði siðlaust og rangt.
0