Þetta er alltaf hætta í svona þjóðfélögum. Ég var út í Bretlandi í sumar og var að rúnnta með kalli sem ég á viðskipti við, nálægt Portsmouth. Alltí einu koma 6 strákar (17-18 ára) og elta upp jafnaldra sinn, kýla hann niður og byrja að sparka í hann.
Ég eins og hálfviti opna hurðina á bílnum og geri mig tilbúinn að hoppa út enda held ég að ef við tveir hefðum komið honum til hjálpar hefðum við getað staðið í þessum pjökkum.
En nei. Karlinn stoppar ekki og við keyrum framhjá og ég með aðra löppina út úr bílnum.
Ég fór að hugsa um þetta seinna og líklega verður maður að horfa framhjá öllu svona ef maður ætlar að lifa af í svona þjóðfélögum. Ég vissi náttúrlega ekki nema pjakkarnir væru með hnífa og drasl á sér.
Eina leiðin sem ég þekki er að hafa þjóðfélög eins einsleit og hægt er, því það skapar samstöðu því hverjum þukir vænst um þá sem líkjast viðkomandi mest.
Það er helst hægt með því að skapa gildismat sem allir geta komið sér saman um og halda því sem mest á lofti. Eins og er gerist það æ oftar að gildismat sem á ekki heima á Íslandi er haldið á lofti. Það kemur í gegnum sjónvarpið, trúfélög, innflytjendur (frá þjóðfélögum með öðruvísi gildismat), hugmyndafræði, mismunandi menningu (eins og eftir ríkisdæmi) og fleiri stöðum.
Sameiginlegt gildismat skapar traust sem skapar virðingu sem skapar samhug og velvilja til náungans.
Ísland var þannig. Allir voru annað hvort bændur, sjómenn eða heimavinnnandi húsmæður og borðuðu fisk, kartöflur og kindur. Fólk var með frekar svipaðar tekjur. Allir vissu nokkurnveginn hvernig náunginn var. Traustið var eftir því. En það er engin leið tilbaka. Við þurfum bara að reyna að endurskapa það sem var gott í gamla þjóðfélaginu. Einsleitni er að því leyti góð.
Búið. Í bili.