Ég hef nú oft sér til Gunnars í krossinum hér og þar í samfélaginu (því ver og miður) þar sem að hann er að “bjarga fólki frá villutrú”! Ég horfði til dæmis einu sinni á hann í sjónvarpinu þar sem að hann var að gagnrýna Harry Potter bækurnar. Eftir að vera búin að líkja persónunum í bókinni við nútíma glæpamenn var hann spurður hvort að hann hefði lesið bókina…ég sprakk úr hlátri þegar að hann svaraði með nei, það hefði verið honum nóg að kíkja á kápuna. Þetta sýnir einmitt hvernig maður hann er. Dæmir allt fyirfram.
Hann sagðist einnig lesa biblínuna á hverju kvöldi fyrir strákinn sinn og væri aftur og aftur búin að lesa sama hlutann og alltaf þætti stráknum jafn gaman að heyra þetta. Mikið hlýtur hann að vera góður leikari þessi drengur!!
Síðan tekur hann sér alltaf góðan tíma til að gagnrína samkynhneigð. Já það er eins og hann sé sjálfur hommi og sé að reyna að tala eins illa um þetta til að beina athyglinni frá sér því að við vitum öll að þeir sem að erum með fordóma um eitthvað eru það oftast sjálfir eða drulluhræddir við það. Og þetta bull hjá honum um að afhomma fólk! Jeminn eini! Fólk uppgötvar bara einn daginn að það er svona. Sumir reyna eins og þeir geta að breyta sér og eru alls ekki sátt við að vera svona en geta ekki lifað sáttir við sjálfa sig þannig því að auðvitað getur enginn til lengdar þóst vera annar en hann er. Þetta særir samkynhneigt fólk að heyra alltaf þetta alls staðar en honum virðist vera alveg sama um það.
Einnig hefur hann tjáð sig um alkahólisma. Kallar hann það aumingjadóm og særði þar með einn vin minn mikið en hann er óvirkur. Hann rökræddi lengi við vin minn um að hann væri bara aumingji og ekki var það til að bæta ástandið!
Ég veit það að ef að Gunnar er að fara að halda fyrirlestur í skólanum mínum að þá fara margir, bara til að fara að hlæja að honum og rífast við hann.
Einu sinni var hann að þræta um það að biblían væri mest lesna bók í heimi. Þá heyrðist aftast hóst og sagt um leið…ekki eins mikið og Harry Potter…Það eru margar furðulegar sögur sem að ég kann af honum en ég ætla að leyfa ykkur að koma með þær. Og athugasemdir einnig :)takk fyri
“No bastard ever won a war by dying for his country. He won it by making