Mig langar að varpa hér fram spurningu. Hún hljóðar svona, er virkilega öll þjóðin andvíg álveri og virkjunum? Eða er þetta kannski bara lítill og mjög hávær hópur?

Ég er ekki beint á mót virkjunum en ég er ekki með heldur, mér hefur fundist umræðan vera í algjöri einstefnu og þeir sem styðja virkjanir og álver fá ekki neina athygli, kannski erum við ekki nógu hörð á að tjá skoðanir okkar. Ég var að skoða í Dv myndir af mótmælum fyrir utan aðalstöðvar Alcoa á íslandi, og þetta virtust ekki vera nema 15 manns. 15 manns sem var að taka ákvörðun fyrir alla þjóðina, hvers vegna seigi ég það?
Því þetta fólk, með <b>Hildi Rúnu Hauksdóttir</b> í farabroti, hefur beytt okkur einni mestu skoðunarþvingun sem ég hef nokkurn tíman vitað um. Þetta fólk er alveg búið að loka fyrir allan möguleika á því að nokkur umræða geti átt sér stað.

Hvers vegna? Fyrir þau ykkar sem ekki vita þá fór þessi umrædda kona í hungurverkafall til að mótmæla Álveri og Virkjun ( Kárahnjúka Virkjun ) og nú spyr ég, hvernig á þetta að veita einhvað svigrum fyrir einhverja hlutlausa umræðu? Þarf ég semsagt núna að velja á milli þess að að fá Álver og Virkjun, og semsagt stuðla að því að þessi ofstækiskona skaði heilsu sína, eða á ég að samþykja 100% hennar sjónarmið til þess að fá hana til að hætta þessari vitleysu? Ég held að flest séum við frekar til í að fórna virkjun og Álverinu svo hún stúti sér ekki, en hvaða rétt hefur þessi kelling að nota svona hótanir eins og hungurverkfall til þess að fá okkur til að skipta um skoðun. Afhverju reynir þessi kona ekki að koma á stað einhverri umræðu, ég fór t.d. á netið og fletti henni upp, gaman að segja frá því að hún býr í Reykjavík, ekki á Austfjörðum, hefur hún þá einhvað með ákvörðunartökuna að gera, er ekki rétt að þeir sem hafa þarna mestra hagsmuna að gæta fái að ráða þessu. En það var ekki nógu gott fyrir suma nei … það var ekki nóg að hafa rétt á að rökstyðja mál sitt og segja sína hlið á málinu. Nei öfgaliðið þarf að beyta alla aðra skoðunarafbeldi eins og Hungurverkfalli.

Nú vill ég spyrja, hvað þarf að gerast til þess að þessi kona fari að éta aftur, ætlar hún að svelta sig þartil það verður ekkert Álver eða virkjun? Hvað gerist ef meirihluti þjóðarinnar vill kannski fá álverið og virkjunina? Ætlar hún samt að svelta sig þó svo að meirhluti þjóðarinnar ( og það sem skiptir máli meirihluti Austfyrðinga ) vill fá virkjun? Veit hún semsagt svona miklu betur en við hin, Hefur hún komið á kárahnjúka? Mér finnst mikið af þessu fólki sem er að mótmæla ekkert vita um Kárahnjúka og aldrei hafa komið þangað. Eitt af því sem mikið hefur verið talað um er að þetta sé stærsta víðátta evrópu, og að það geti nýst í ferðamannaiðnað … Semsagt heldur fólk að bara milljónir manns eigi eftir að koma og skoða víðáttuna “VVVááááááá sjáið þessa víðáttu … geðveikt, okey komum heim”.

Kjarninn, er sá að hlutir eins og Hungurverkfall kemur í veg fyrir allt rými til upplýstar umræðu því einungis önnur hliðin hefur rétt á sér. Hungurverkfall á ekki að nota til þess að þurfa ekki að horfast í augun við það að maður hafi kannski rangt fyrir sér, heldur til að mótmæla grófri misbeitingu og/eða frelsissviptingu. Hungurverkfall á ekki að nota sem vopn gegn frelsi

Ég hvet alla þá aðila sem að hungurverfallinu standa að hætta nú þegar og standa frekar fyrir fræðandi umræðu um sína hlið málsins