Ég skil ekki þetta sífelda væl yfir kvótakerfinu. Tökum
vestfyrðinga sem dæmi þeir höfðu ekki trú á kvótakerfinu og ákvaðu bara að selja
allan kvóta burt en hvað gerðist svo kvótakerfið hélt velli og allt í einu voru
vestfyrðingar í þeirri stöðu að þeir áttu ekki neinn kvóta því allt var selt
burt. Og þá byrjar vælið fyrst. Æ..Æ við seldum allt burt frá okkur og þið
verðið að hjálpa okkur og láta okkur hafa gefins kvóta!!! Þegar það virkaði ekki
kom reiðin í ljós og allir sem keyptu kvótan voru glæpamenn!!! Þegar það virkaði
ekki var kvótakerfið ómögulegt.
Og nú var farið í að heimta að kvótakerfinu yrði aflétt.
Persónulega finnst mér kvótakerfið mjög gott, ekki fullkomið heldur gott. Framkvæmdin þegar kvótakerfið var lagt á var léleg, og persónulega finnst mér að vissum aðilum hafi verið gefið þessi auðæfi. Og auðvitað ætti þetta að vera leiga, en ekki eign á kvóta. En það er eingin ástæða til að afnema kvótakerfinu, afhverju er alltaf lausnin að skipta um kerfi? Getur ekki verið að kannski sé betra að reyna að bæta kerfið? Að laga þau mistökin sem hafa orðið?
Mér finnst oft þessi umræða snúast um hið “ílla” fyrirtæki
Samherja, en það eina sem þeir hafa gerst sekir um er að hugsa fram í tíman og taka sölutilboðum í kvóta, byrgja sig upp. Er það ekki nákvæmlega það sem viðskipti snúast um? Að hugsa fram í tíman og tryggja þér vöruna ( Í þessu tilfelli Kvótan ) áður en fyrirspurnin verður of mikil og verðið of hátt? Það hefur lika komið mér á óvart hvað kaupandinn er alltaf vondi gaurinn í þessum málum, aldrei sá sem seldi allt í burt, heldur sá sem keypti. Ég veit að ég er mikið að deila á vestfyrði, en ég hef oft talað við þetta lið og alveg sama hvaða aldur, þjóðfélagsstaða, eða kyn þá kenna þeir alltaf öllum öðrum um
hvernig er komið fyrir þeim, og svo eru þeir alltaf bestir og sterkastir það er orðið svo þreitt.
Mér finnst líka svo áberandi hvað allir sem ekki eiga kvóta
kvarta yfir því hvað kvótakerfið er slæmt, það fær mann til að velta fyrir sér hvort óánægjan sé með kerfið eða bara óánægja yfir því að eiga ekki kvóta? Tökum sem dæmi Frjálslynda, í hvað landshluta nýtur hann fylgi, er það ekki á vestfjörðum? Vestfyrðingar eru svo uppteknir afþví að reyna að sannfæra sig
sjálfa um það að þetta sé einhverjum öðrum að kenna, eða einhverju kerfi að kenna að þeir eru tilbúnir að kjósa flokk sem er sprottinn upp úr spillingu, það virðist ekkert skipta þá máli að flokkurinn er stofnaður í fílu! Sverrir Hermansson fór í fílu vegna þess að Dabbi vinur hans og flokksfélagi var ekki tilbúinn að bjarga honum þegar upp komst um spillungu hans, Vestfyrðingum var svo mikið sama um spillinguna sem hann varð valdur að þeir komu honum á þing! Allt til þess að þurfa ekki að horfast í augu við eigin klúður og skammsýni. ( vill taka fram að <a href="http://www.althingi.is/gak/“>
Guðjón A. Kristjánsson</a> - 4 þingmaður vesturlandskjördæmis er töffari og ein mestu mistök sjálfstæðisflokksins var að láta hann ekki hafa 3ja sætið á lista eins og hann átti skilið og var réttkjörinn í )
Nú er ég með hugmynd, tökum kvótakerfið til algjörar endurskoðunar, reynum að finna gallana, og þá getum við kannski lagað þá. Auðvitað verðum við tryggja það að vestfyrðir leggist ekki af, alveg eins og aðrir landshlutar en þetta er orðið spurning um að við lítum öll í eigin barm. Ekkert kerfi er gallalaus og öll kerfi er hægt að misnota, öll kerfi geta unnið
gegn einhverjum einstaklingum. En leiðin er ekki alltaf að skipta alveg um kerfi og byrja frá grunni. Við þurfum veiðistjórnunarkerfi og kvótakerfið hefur sína kosti og galla. Gallarnir eru t.d. þessi kvótakóngar sem gera ekkert nema lifa á
því að selja/leigja kvótan og koma annars ekkert að útgerð. Brottkast er t.d. stór galli, en lausnin er ekki að leggja kvótakerfið af vegna þess að einhverjir eru að brjóta reglur ( á þá bara að leggja niður öll landslög afþví að það eru
alltaf einhverjir að brjóta þau ) Lausnin er auðvitað meira eftirlit, og harðari refsingar. Og þá refsingar sem ná jafnvel til toppana en ekki alltaf til sjómannana. Endurtekin brot yrðu svo refsiverð með sviptingu kvóta og jafnvel fangelsi.
<a href=”http://www.althingi.is/lagas/127b/1990038.html“ >
Lög um stjórnun fiskveiða</a> -
<a href=”http://www.althingi.is/dba-bin/prentaloguti.pl?l nr=1990038&utg=127b&pdf=PDF">
Pdf</a></p