Á síðustu vikum hefur mér oft verið hugsað til þess spádómar Nostradamusar sem sagði frá þriðju heimsstyrjöldinni. Ástæðan fyrir því eru síendurteknar fréttir af hversu hart Bush virðist ætla að keyra það í gegn að fara í stríð við Írak. Ég ætla nú ekki að fjölyrða um ástæðurnar á bak við það en verð að viðurkenna að það er uggur í mér vegna þessa máls. Það kann að vera ég sé of seinþreyttur til vandræða en að mínu mati eru margar aðrar leiðir sem væri hægt að beita áður en til þess kæmi að fara í stríð. Það sem veldur mér mestum áhyggjum, í þessu máli er hvort að við séum vondi karlinn. Hvort að Bandaríkin séu að draga nauðug öll vesturlönd, og ég tel að ég sé ekki að gera úlfalda úr mýflugu þegar ég segji, í stríð við allan arabaheimin og alla múslima.
Við skulum ekki gleyma því að þeir búa líka á vesturlöndum og munu örugglega frekar berjast gegn okkur en með.
Nú er ég ekki að segja að Saddam Hussein sé maður sem að ég beri virðingu fyrir en það er nokkuð ljóst að arabaheimurinn mun gera það ef farið verður í stríð við Írak. Ég sá aðra grein hér inn á deigluni sem fjallaði um frelsi og svo að ég setji það í samhengi við þetta að þá mun arabaheimurinn ekki sætta sig við það að vera nýlenda vesturlanda og ættu ekki að gera það. Við gerum það ekki. Bill Clinton sagði, á ferðalagi um Bretland, nýlega að það væri munur á því að ráða eða að ráðskast með. Minn skilningur á því var sá að ekki aðeins væri þessum orðum beint að þessari aðgerð heldur væri hann mótfallinn þeim. Og hann er nú maður sem að ég treysti frekar en Bush.
Maður fær á tilfinninguna að það sé verið að fórna meiri hagsmunum fyrir minni.
Það er eins og þessir menn geti ekki lært af reynslunni. Þjóðverjar létu ekki ráðskast með sig eftir fyrri heimstyrjöldina þrátt fyrir viðskiptaþvinganir, stríðsbættur og aðrar refsiaðgerðir og það munu Írakar ekki heldur gera. Það er ekki í eðli mannsins. Menn munu alltaf berjast gegn kúgara sínum. Það sem verra er að þeir munu sameinast gegn okkur og þó að Saddam Hussein kúgi þegna sína þá hata þeir okkur meira og hann verður elskaður fyrir að berjast gegn okkur. Saddam Hussein hefur engu að tapa því að honum er stilt upp við vegg og mun berjast til síðasta blóðdropa.
Þessi stradigia sem Bush notar er eitthvað allt annað en herkænska og minnir meira á heift og ofsa. Það ætti einhver að benda honum á að lesa “Stríðslistin”( eða “the art of war”), eftir Sun Tzu þar sem að hann gæti kannske lært eitthvað um stríðsbröllt og hvað hann ættli að gera til að geta umgengist þetta fólk í framtíðinni.

Kveðja Gargantúi

PS.
Þeir sem hafa aðra skoðun, endilega deilið henni.