Þessi manneskja er svona 5 árum eldri en ég (ég er að verða tvítug) og hún er haldin þráhyggju fyrir hörundsdökku fólki og þá greinilega eingöngu á mér því að hún er búin að áreita mig síðan ég var 10 ára. Fyrst á yngri árum þá spurði hún eftir mér en ég vildi ekki vera með henni vegna þess að hún var bara allt of gömul fyrir minn smekk og einnig út af því að ég fann að hún var eitthvað mikið skrítin, þá bara sat hún um fyrir mér. Og þegar ég fékk minn fyrsta gsm síma þá byrjar hún að hringja í mig og nú hef ég fengið nóg.
Mig langaði að vita hvort að hægt væri að setja “nálgunarbann” á manneskjuna?! Svona bann sem þýðir að henni sé bannað að hringja í mig? Þetta er orðið svolítið pirrandi og ég hef meira segja þurft að hringja í foreldra viðkomandi og biðja þau að skila til hennar að láta mig í friði. Eins og ég sagði þá hefur þetta gengið síðan ég var 9 ára og mér finnst þetta hafa áhrif á líf mitt og mér finnst þetta ógnvekjanlegt, að þessi manneskja viti allt um mig og hringir svo bara einn daginn þrátt fyrir mína beiðni (þegar maður heldur loksins að maður sé búinn að losna við hana í þetta og öll skipti!). Líka að mín tilfinning er orðin eins og maður sé ekkert óhultur, skiljið þið, að það er eins og maður er lagður í einelti og að alltaf sé verið að fylgjast með manni. Ég hef séð þessa manneskju áður þar sem hún var alltaf að koma heim til mín og stundum þá finnst ég bara orðin eitthvað paranoid, finnst eins og ég sjái hana allstaðar og þori varla að svara gsm hjá mér þegar hringt er úr ókunnugum númerum. Manneskjan sem er að angra mig er greind veik á geði samkvæmt foreldrum hennar (einhver þráhyggjusýki) en hún hefur aldrei komið með neinar hótanir um að gera mér eitthvað illt eða neitt slíkt. Hún bara skilur ekki að hún er að áreita mig og heldur því áfram að hringja. Svo er það kannski eitt að ég þori ekki að tala við hana sjálf því að ég er svo hrædd um það að ég eigi eftir að missa stjórn á mér og segja nokkur vel valin og ill orð við hana. Kannski vorkenni ég henni því að hún á bágt. Mér hefur meira segja dottið í hug að fá mér leyninúmer en er svolítið þrjósk að þurfa fá mér leyninúmer út af einni manneskju. Ég hef líka sent lögreglunni fyrirspurn og mér var sagt það að ég ætti þann möguleika að leggja fram kæru, en þá er víst að hún skilji það kannski ekki þar sem hún er veil á geði. Hvað finnst ykkur að ég ætti að gera og hvað mynduð þið gera ef þið væruð í svona aðstöðu???
Með von um einhverja hjálp áður en ég verð brjáluð!
Kv. cutypie
I´m crazy in the coconut!!! (",)