Mig langar svolitið að tala um þessa blessuðu frelsishyggju sem virðist vera svo ríkjandi hér. Málið er að ég hef reynt að kynna mér flest allar stefnur í íslenskri pólitík og ég verð að segja að ég á stundum ekki orð yfir þessu liði.
ég var á www.frjalshyggja.is og þar las ég,
“Skattar eru frelsisskerðing. Því til rökstuðnings má benda á að þræll, sem þarf að vinna fyrir aðra, er ekki frjáls. Maður sem greiðir helming tekna sinna í skatta er hálfur þræll. Ekki skiptir máli hvort valdhafar telji sig nota peningana til góðra verka. Annað dæmi sýnir einnig vel að skattar eru frelsisskerðing; hægt er að banna athafnir algerlega með því að leggja nógu háa skatta á þá, skatta sem ekki er hægt að greiða. Svo dæmi sé tekið er tollur á innflutning matar því skerðing á frelsi til innflutnings.”
Þeir tala samt sem áður um það að ríkið verði að reka lögreglu og dómstóla því aðeins ríkinu sé treystandi fyrir því, rétt áður var talað um að ríkinu væri ekki treystandi fyrir rekstur fyrtækja því þau væru svo ílla rekin að í staðin fyrir að taka á því vandamáli þá seljum við það bara, ÉG var samt svolitið að velta fyrir mér hvernig ætla þessir menn að fjármagna dómstóla ef það er ofbeldi að hafa skatta?? Ég vona að þetta sé ekki svo dumb lið að það haldi að dómstólar kosti ekki neitt.
Ég geri þá lika ráð fyrir að dómstólar megi ekki dæma fólk til sekta því auðvitað verða dómstólar að virða reglur landsins , ekki geta dómstólarnir farið að beyta fólk ofbeldi, sama gildir þá líklega um þá staðreynda að fæstir sem dómstólar þurfa að díla við hafa ekki áhuga á þjónustu dómstólana, þannig að ekki er hægt að rukka fyrir þá þjónustu það væri nátturulega ekkert nema ofbeldi, og hvað þá á þá alltaf sá sem verður fyrir ofbeldi og leitar til dómstólana að borga, og hvernig á hann að fá einhverja bót ef dómstólar meiga ekki dæma til sekta, því það er einfaldlega ef ég sletti “act of violence”.
Það kemur manni stundum á óvart að það er eins og þessir gaurar lifi ekki í sama heimi og við hin, þ.e. þar sem fólk er stungið til bana, börn eru misnotuð og svo framvegis. svo koma þessir menn og segja að fólk sé nógu gáfað til að ákveða reglurnar sjálft. En segðu mér þá má ég semsagt bara fara og riðlast á barni, ég meina kannski tel ég að það sé allt í lagi barnið kannski 10 ára, Nei er það nokkuð ætlið þið ekki að ákveða að það sé bannað ( eins og það auðvitað á að vera ) en hvernig eruð þið þá öðruvísi en við forræðishyggjumenn, ég meina allt í einu er það í hondum ykkar að ákveða hvað er rétt og hvað er rangt ( hmm ég held ég hafi heyrt um þessa stefnu áður )
Og það sem ekki má gleima, ég hef stundum verið að tala við þessa frjálshyggjumenn og þvílikt og annað eins, undantekningarlaust eru þetta gaurar sem eru nýbúnir að hljóta þá menntun sem þeir þurfa ( ríkisrekna menntun ) og hafa alltaf átt forledra sem hafa svoleiðis matað þá. ÉG meina það er voða auðvelt að vera búinn að fá alla þá menntun sem maður óskar greidda af ríkinu og segja svo “ þetta er allt of dýrt, ég meina hey einkavæðum þetta, þessir krakkafjandar geta bara farið að borga fyrir þetta ” og fyrir utan það að það er ekkert smá leiðinlegt að tala við þetta fólk, aldrei lennt í öðrum eins skoðanafasisma.
Ps. hvar er greinin mín um fordóma sendi hana inn á föstudag, og hefur ekki enn komið, ef henni var hafnað þá ætti að láta mig vita, og rökstyðja það því þetta var góð grein sem átti alveg rétt á sé