Um kl 4.10 vakna ég við að það var hringt dyrabjöllunni,ég var ein heima ásamt börnunum mínum 4,en ég ákveð nú að fara fram og athuga málið….sá engann,þannig að ég fer inn aftur en aftur er hringt….2-3svar,svo að ég fer fram og læt nú ekki duga að kíkja út heldur opna(asninn ég),og þá er kominn ungur maður ,bara utan úr myrkrinu sem vill endilega koma inn,segist vera svo kalt að hann viti varla lengur hvað hann heiti og ég veit ekki hvað og hvað…ég læt mig nú ekki með það og ætla að loka hurðinni en hann setur annann fótinn á milli stafs og hurðar og er eitthvað svona að reyna að komast inn en mér tekst svo að loka,hurðin er mestöll úr gleri og þegar ég loka þá byrjar hann að sparka í hurðina,neðst í tréverkið og svo líka í glerið,ég orðin SKÍTHRÆDD,hringi á neyðarlínuna og var svo gefið samband við lögreglu sem segir mest lítið en biður mig aðallega að fara bara aftur að sofa!!!!!(þá var maðurinn farin að labba í áttina frá húsinu)
ég sagði lögreglunni að ég væri ein heima með 4 börn….en það kom enginn á staðinn……..
ok maðurinn fór út í myrkrið og kom ekki aftur,segi það ekki að ég hefði verið MUN rólegri að fara að sofa ef lögreglan hefði amk. látið svo lítið að keyra framhjá,en nóg um það,3 af 4 börnum voru vöknuð og það þurfti að róa þau og koma þeim aftur í svefn.
Þegar maðurinn minn kom svo heim um kl. 8.30 komst hann ekki inn :(
með þessum spörkum og látum hafði náunganum tekist að eyðileggja eitthvað inní hurðinni og við þurftum að kalla út smið til að gera við……ÞÁ kom lögreglann á staðinn………og þeir sem mættu þá…(um kl.10.30) voru hissa á að enginn hefði komið um nóttina…ég bara spyr er þetta það sem maður fær fyrir skattana sína?? er ss. ekki einusinni hægt að senda lögregluna á staðinn þegar reynt er að brjótast inn til manns um miðja nótt!!!og maður er sjálfur vitni að því!!!
Núna er ég með hund í “láni” á meðan maðurinn minn vinnur næstu nætur ;)
kveðja harpajul
Kveðja