Ok, svo það hefur ekkert með viðskiptahallann að gera að við viljum framleiða sem mest hér á landi. Decode fékk t.d. ríkisábyrgð, hún er reyndar einhvað að hiksta núna, en ríkisábyrgð er nátturlega rikisstyrkur. Flugleiðir fá hundruðir miljóna í styrk auk þess sem þeim var nánast gefin Leifsstöð. Varðandi pabba þinn er auðvitað ekki rétt að hann fái 3 fyrstu ferðirnar borgaðar, aftur á móti er alveg eðlilegt að leigubílstjórar fái endurgreiddan vsk. af bensíni og öllu varðandi rekstur á bílnum, Eitt af stærstu verkum ríkisinns er að aðstoða við allan iðnað, t.d. er rekstur skóla ekkert nema fyrirgreiðsla til iðnaðar. Fer bara eftir því hvernig fólk vill líta á þetta. Varðandi styrki til bænda hefur dregið verulega úr þeim, og vonandi í framtíðinni verður íslenskur landbúnaður án styrkja. Það er lika rugl að bændur vilji ekki notfæra sér nýjustu tækni, málið er ekki svona einfalt, þetta kostar auðvitað allt pening, nú þegar eru t.d. fyrtæki eins og marel farið að einbeyta sér meir og meir að landbúnaði. Það á eftilvill eftir að spila stóran þátt í framförum á þessu sviði, einnig er hér listi með dæmi um þeim styrkjum sem bændur fá
http://landbunadarraduneyti.is/interpro/lan/lan.nsf/pag es/wpp0851
Mér finnst t.d. lika gleymast gæðin sem við fáum að njóta, við getum verið viss um það t.d. að svínum hér sé ekki gefin úrgangsolia eins og gerðist í Brussel, við getum náttúrulega aldrei verið 100% en við höfum þó vald til að sinna eftirliti sjálf, það hefðum við ekki ef allt kjöt væri innflutt. Staðreyndin er sú að alveg sama hvaða atvinnugrein það er þá hlítur hún alltaf fyrirgreiðslu. Hver haldið þið að reki t.d. sendiráðin okkar, eru þau ekki fyrirgreiðsla til útflytjenda, og auðvitað innflytjenda, Hvað með Landsímann sem er einmitt fyrirtæki stofnað af ríkinu og sér að miklum hluta um samband okkar við umheiminn, er þetta þá ekki fyrirgreiðsla við öll fyrtæki sem þurfa á sambandi við umheiminn, ég meina á sínum tíma hafði enginn einkaaðili færi á að stofna þetta fyrirtæki, Það sem ég er að segja að það þarf aðeins að líta á heildarmyndina það þíðir ekki að væli yfir því að þetta sé svo dýrt því kannski fáum við óbeinan gróða úr því dæmi. Það er t.d. rándýrt að reka skóla, En ég held að við séum öll sammála um nauðsyn þeirra jafnvel þótt útúr þeim sé ekki beinn gróði í peningum. Eða er það ekki okkar hlutverk að fullnýta einstaklingin. Þér finnst kannski líka rangt að ríkið sé að aðstoða folk í að verða læknar!
Ef styrkir til bænda hætta, þá hækkar auðvitað verð á matvöru, bændur fara kannski að taka 600-700 kr á kílóið, svo koma sláturhúsin og skella 1000-1400 kr á þetta, þá taka dreifingaraðilarnir við og smella einhverjum 50% á þetta og loks koma verslanirnar sem smella öðrum 50% á þetta, svo spilar margt inn í þetta, ég geri ráð fyrir því að það væri nú gott að borga 4000 kr fyrir pakka af hakki frekar en 500 kr, jamm þú hefur sannfært mig það er sko miklu betra að taka alla styrki af bændum.
Þú segir að bændur séu svo litill hópur að það skipti engu þó þeir fari bara á atvinnuleysisbætur, veistu ekki hvað atvinnuleysi er smitandi. Heldurðu semsagt að ef 6400 manns verði allt í einu atvinnulausir skipti það bara eingu máli þetta eru 4% vinnuaflans, jamm þetta er rétt þetta myndi líklega ekki skipta neinu máli. Jájá kippum fótunum bara undan þessari stétt.
Þetta er t.d. helmingi meira en eru atvinnulausir í dag á öllu landinu en það er 3.953 manns atvinnulausir. ÉG verð að viðurkenna að ég veit ekki hversu háar atvinnuleysisbætur eru en miðað við það að þær séu 60 þús ( svipað og öryrkjabætur ) þá eru það 384.000.000 á mánuði á það bætast svo 237.180.000 vegna þeirra sem eru nú þegar atvinnulausir eða samtals 621.180.000
á mánuði, okey ég veit að ég er ekki góður hagfræðingur ( samkvæmt því sem þú sagðir áður ) en þetta gerir þá 7.454.166.000 á ári, auk þess sem þegar fólk missir vinnuna þá minnkar neysla, oft er talað um það að fyrir hverja 3 sem eru atvinnulausir fækki þjónustustörfum um 1 það gerir semsagt 2133 aðila, það eru atvinnuleysisbætur uppá
128.000.000 á mánuði eða 1.536.000.000 á ári sem plúsast við fyrri tölu og verður 8.990.166.000 á ári það dregur enn fremur úr neyslu sem fækkar störum í verslun og þjónstu þú skilur hvað ég er að fara. Og svo langar mig að óska þér til hamingju þú hefur sparað ríkinu 600.000.000 á ári sem fara ekki lengur í styrki til bænda. Þú ert gæða hagfræðingur, vonandi áttu eftir að beyta kunnáttu þinni í fleiri atvinnugreinum.
ÉG veit auðvitað að þetta er öfgafullt dæmi, en punkturinn er sá sami, okkar littla efnahagskerfi ræður ekki við svona stóran bita.
Þrátt fyrir 6400 bændur skiptu þig eingu máli þá varstu að væla yfir 200 starfsmönnum Decode en það er varla eitt prómil af vinnumarkaðin um á meða bændur eru 40prómil.
Svo má ekki gleyma að við höfum byggt upp þetta land á 60 árum og gengur nokkuð vel þó svo að við séum ekki alveg búin að slíta á styrki til landbúnaðar
ATHUGIÐ FYRIR MEIRI UPPLÝSINGAR FARIÐ Á HTTP://WWW.HAGSTOFA.IS OG REYNIÐ AÐ LESA YKKUR TIL!