Ég sá um daginn frétt um að Kaupþing hefði keypt skuldir Stöðvar 2. Þær hafa þeir ábyggilega fengið með talsverðum afslætti (afföllum) sem reiknast sem hagnaður við uppgjör ársins.
Þetta er skammvinnur vermir, en dæmigert fyrir Kaupþing. Ég vona bara að þeir hafi ekki selt lífeyrissjóðnum mínum þessi gull sín. Hvaða dópsali / handrukkari sem er veit að hagnaður fæst ekki nema skuldirnar séu greiddar. Þetta veldur verðbréfamönnum þó ekki áhyggjum, þeir lifa fyrir daginn í dag, eða eins og enskumælendur myndu segja; “life like there is no tomorrow”.
Kaupþingi hefur tekist að reka lífeyrissjóðinn minn í bullandi tapi síðan þeir tóku við honum fyrir nokkrum árum. Verr hafa þeir þó farið með sína eigin sköpun, lífeyrissjóðinn Einingu. Nú hafa þeir sameinað þessa tvo, og bullandi tap þessara sjóða er í góðu ósamræmi við ofsahagnað Kaupþings sjálfs.
Aftur að þessari glimrandi fjárfestingu Kaupþings (sem væntanlega er orðin fjárfesting mín núna - í gegn um lífeyrissjóðinn minn), tími stöðvar 2 er væntanlega liðinn. Það er að segja, svona áskriftarsjónvar hlýtur að verða undir í þeirri þróun sem er framundan, gerfihnattasjónvarp, ljósleiðarar, hundruðir rása fyrir lítið fé (sky digital er nú þegar á skjá einhverra landsmanna). Blómatíð Stöðvar 2 var fyrir nokkrum árum síðan. Þeir hafa ekki beinlínis verið að greiða niður skuldir. Gleðileg fjárfesting færir góðar fréttir á þessari árskýrslu, en seinna meir verður það afskrifað í hlutum eða á einu bretti. Enron herkænska á Íslandi.