Þegar ég kom heim úr vinnunni í júlí nú í sumar, tók ég eftir því að fartölvu minni hafði verið stolið. Hún hafði legið á rúminu inní herberginu mínu, en var ekki þar þegar ég kom heim. Þennan morguninn hafði ég sem sagt gert þau mistök að fara úr húsi með smá rifu á glugganum, og einhver misjafn maður hafði notfært sér tækifærið, opnað gluggan upp, fjarlægt svokallað stormjárn
úr, og opnað gluggan alveg upp, og farið inn um hann, og tekið fartölvuna mína. Mér finnst rétt að taka það fram að gardínurnar voru dregnar fyrir gluggan.
Allavega, við þetta hringi ég á lögregluna, og ég fæ 2 unga lögreglumenn, sem hafa annaðhvort verið nýútskrifaðir úr lögregluskólanum, eða sumar afleysingarmenn. Þeir spyrja mig útí hvað hafi gerst, og hringja á tæknimann lögreglunar sem leitar fingrafara og tekur myndir af \“glæpavetvanginum\”
herberginu mínu. Ég í einföldu trú minni hélt að þar sem ég er bæði með heimilis tryggingu, og fartölvutryggingu, fengi þetta bætt eftir 3 - 4 vikur, og gæti fengið mér nýja tölvu. En þá byrjar ballið, eftir 3 vikur, hefur Sjóvá samband við mig, og segir mér, að þeir vilji ekki borga mér tölvuna mína, þar sem ekkert innbrot hafi átt sér stað, og heimilstrygging borgar
ekki þjófnað, heldur bara innbrot. Fartölvu trygging að þeirra sögn, hefur ekkert með þetta að gera. Þar sem mér fanst þetta á þeim tíma, mjög undarleg niðurstaða, biðjum við um skriflega höfnun, og við fáum hana um það bil 3-4 vikum síðar. Þá vorum við komin með lögreglu skýrsluna, og samkvæmt henni voru þessi stormjárn ekki í glugganum, þegar meint innbrot átti sér stað, og
á þeim forsendum hafnar Sjóvá mér. Það er, af því að eðlileg aðgát var ekki viðhöfð.
Ég í einfeldni minni hugsa, \“já, þetta er nú bara miskilningur, þessi stormjárn voru í\” og við sendum Sjóvá bréf, þar sem þetta kemur fram. 4 vikum seinna, fáum við tilboð um að þyggja 50% bætur, og afneitun á því að við ættum rétt á peningum frá þeim, eða fara með þetta fyrir ákveðna vátryggingarnefnd. Mamma, sem talaði við tryggingarmannin, spurði hvort hann hefði fengið bréfið okkar, og hvernig í óskupunm þeim dytti til hugar að bjóða okkur þetta? Við ákvaðum að fara með þetta fyrir vátryggingarnefnd, þar
sem augljóslega átti sér innbrot stað, og þessi miskilningur, sem var byggður á \“lélegri\” lögregluskýrslu, yrði leiðréttur. Svo í dag fæ ég svar frá henni um að þeir ætli ekki að borga okkur af því að það eru ófullnægjandi gögn, um að innbrot hafi átt sér stað, það er, að þetta stormjárn hafi verið tekið úr af innbrotsþjófinum, en ekki mér. Svo ég sit 2 og hálfum mánuði síðar, tölvulaus, og bóta laus.
Ég er skiljanlega ekki sáttur við þessi vinnubrögð, og er satt best að segja furðulostinn. Vildi bara deila þessu með ykkur, svo þið gætuð hugsanlega lært af reynslu minni, og þyrftuð ekki að lenda í sama eilífðar þrasi um þetta og ég.