Nemendur og réttu þeirra
Mér finnst alltof lítið talað um rétt nemenda í framhaldsskólum og afar fáir sem viðurkenna að skólinn er vinnan þeirra. Hvernig væri að Félag Framhaldsskóla nema tæki sig til og færi í mál vegna samningsbrota skólans við nemandan. Ég teldi best að einhver úr Verslunarskólanum þar sem skólagjöld eru há færi í prófmál við skólan með stuðningi FF og reyndi þannig í fyrsta lagi að fá endurgreidd skólagjöld og í öðrulagi að fá greitt fyrir þá töpuðu vinnu sem hann er búinn að vinna fyrir verkfall ( september og oktober ). Skólinn er verktaki sem gerir samning við nemendur um að kenna þeim og er það á ábyrgð verkkaupa að ljúka því verki sem hann tók að sér. Haldið þið t.d. að ég gæti tekið að mér að stækka Kringluna sem verktaki, fá fyrirfram greiðsluna og gera svo bara ekki neitt af því að starfsmennirnir mínir fara í verkfall. Ég er hræddur um að ég sæti illa í súpunni. Ekki held ég heldur að námsflokkar Reykjavíkur gætu bara einfaldlega hætt öllum námskeiðum á miðri önn vegna verkfalls því nemendur yrðu æfir og myndu heimta endurgreiðslu.