Fyrst vil ég nota þetta tækifæri til að þakka fyrir það að Deiglan sé nú orðið að veruleika.
Það hefur ekki farið framhjá neinum að forsetakosningar eiga sér nú stað í Bandaríkjunum. Sem á víst að vera besta, valdamesta og ríkasta ríki jarðkringlunar. Nú hafa þeir gert sig að fíflum með illa skipulögðum kosningum og ábyggilega einhverskonar hagræðingu úrslita. En það er önnur saga.
Mig langaði til að ræða hlutverk forseta Bandaríkjana í alþjóða samskiptum og friðarviðræðum. Ef við Íslendingar lentum í stríði við Færeyinga (ég veit að það gerist aldrei) væri hver sá sem gegnir embættinu þá ekki lengi að fara á fund okkar og leiða þjóðirnar tvær til sátta. Þetta þykir mér fáránlegt og langar mig að heyra skoðanir ykkar á þessu.
Ég nenni ekki að skrifa um það sem Bill Clinton hefur við hafst í sambandi við þetta í sinni stjórnartíð. Því nóg af orðum hefur þegar verið sóað í fjölmiðlum. En samt fannst mér gaman að lesa um það að Kínverjar eru búnir að skipta úr kommúnisma í þjóðernishyggju og ræða jafnvel árás á Bandaríkin (Mogginn í dag).
Því vitna ég bara í auglýsingu sem ég sá um daginn:
“Burt með auðvaldið! Ráðist á Bandaríkin”.