Ég var að heyra af því að fegurðarsamkeppin miss world sem á að vera haldin í Nígeríu verði frekar fámenn, þannig er mál með vexti að stelpurnar sem taka þátt hafa ákveðið margar hverjar að sneiða hjá keppnini í mótmælaskyni við það að ung kona var dæmd til að vera grýtt til bana vegna þess að hún átti barn utn hjónabands.
Þessi dómur er auðvitað hreinasta villimennska og ég óska þessum stelpum til hamingju með að berjast með þessum hætti gegn mannréttindarbroti sem þessu.
Hér kemur svo beyglan í þessu öllu saman, forsvarsmanneskja ungfrú Ísland.is(sem var í sólinni á spáni þegar var talað við hana) segir að það sé fráleitt að hætta keppni og að þær muni ekki gera það, satt best að segja hélt ég fyrst um sinn að hún vissi ekki hvað um var að ræða, en svo kom á daginn að henni virtist vera nokkuð sama um þetta allt og sagði að þær myndu taka þátt og reyna að gera gott úr þessu öllu.
HA!!!!
Ég hélt að við værum þjóð sem mótmælti mannréttindabrotum.
Gyzmo