Hvers vegna er kannabis ólöglegt?
Ég er sjálfur kannabisneytandi, ég hef reykt síðan ég var 15 ára, og er 23 ára í dag, og hef aldrei nokkurn tíman notað kókaín, amfetamín, ecstasy, sveppi, sýru eða meskalín. Ég ólst upp í breiðholtinu og þar er framboð og eftirspurn á dópi alveg nóg, þannig að ef þig langar í eitthvað er það til staðar. Fyrst þá er kannabis 100% náttúrulegt efni, þú tekur blóm af plöntunni, og það er tilbúið til neyslu, annað en til dæmis áfengi og tóbak, sem að drepa hundruði þúsunda manns á hverju ári, en engin dauðsföll er hægt að rekja beint til kannabisneyslu! Til þess að deyja úr of stórum skammti af THC (sem er virka efnið í kannabis) þarf að borða ein 8 kíló af hassi (sem er x4 sterkara en grasið), sem er ekki líkamlega hægt! Plöntuna er hægt að nota til allra hluta, t.d. er byrjað að gera þyrluspaða, boddívarahluti fyrir bíla, flugvélabyrði, föt og kaðla úr hampinum sem unninn er úr greinunum og stönglinum. Kannabis hefur róandi áhrif á fólk, og til dæmis um það þá nefndi fyrrverandi yfirlögrglustjóri það að aldrei nokkurntíman hefði hann orðið var við handalögmál steindra manna, annað en hægt er að segja um fólk sem neytir áfengis, eða annara örvandi efna. Fólk vill meina að hassreykingar leiði til neyslu á sterkari efnum, sem er ekkert nema kjaftæði, ég og mínir vinir höfum reykt saman í fjölda ára án þess að finna fyrir þörfinni á öðrum efnum. Hassreykingar leiða ekki til sterkari efna, hópþrýstingur leiðir til sterkari efna! Málið er nefnilega, þegar öllu er á botnin hvolft, að maðurinn sem selur mér hass myndi græða meira á mér ef honum tekst að pranga inn á mig ecstasy eða kókaíni í staðinn, og dópsölum landsins tekst alltof oft að koma ungum og óhörðnuðum krökkum í ræsið með hardcore verksmiðjudópi ein og e-töflum og amfetamíni! Holland er brautryðjandi í þessum efnum, og heróínfíklum (sem að sem betur fer fyrirfinnast ekki á íslandi, enn sem komið er) hefur fækkað um 95% síðan kannabis var lögleitt, en það er að vísu ekki löglegt með öllu, ekki má vera með meira en 5 grömm á sér í einu, og bannað er að selja efnið nema á stöðum sem hafa til þess sérstakt leyfi. Hvernig ætli þeim hafi nú tekist þetta? Einfalt mál, fíkniefnapeningar eru gríðarlega miklir, og það hafa farið milljarðar króna úr landi vegna kaupa á dópi, en með því að lögleiða kannabis, og skattleggja það tekur ríkiskassinn inn pening, setjum upp dæmi = Það seljast 10 kg af íslandsræktuðu grasi í hverri viku, hvert gramm er selt á 500 krónur, og af því tekur ríkissjóður 300 krónur, sem væri minni álagning en sett er á tóbak, þá fengi ríkissjóður, aukalega á ári, 156 milljónir króna, en þá er ekki tekið í dæmið aukatekjur vegna túrista sem hefðu eflaust mjög gaman af því að fá sér jónu í jöklaferð og hlusta á Sigur Rós, svona til að upplifa Ísland. Þessa peninga mætti nota til þess að styrkja jafningjafræðsluna svo um munar, og yfir höfuð allt forvarnarstarf, og jafnvel setja meiri pening í lögguna til að berjast gegn sölumönnum og innflytjendum harðra fíkniefna, í staðinn fyrir að láta hana eltast við menn eins og mig, sem vilja bara vera í friði uppi á fjalli með tónlist og gras. Ég gæti, og hef skrifað 50 sinnum meira um þetta mál, en þetta verður að vera leshæft á netinu. Hvað er málið? Hvers vegna er þetta bannað? Einhver verður að útskýra það fyrir mér.