Innantóma blaður samkoman í Jóhannesarborg
Hvílík eyðsla á tíma og peningum þessi samkoma í Jóhannesarborg, markmiðin orðin útþynnt og óljós eftir allar málamiðlanirnar, álíka merkilegt og nokkrir vinnufélagar ákveddu að þeir ætluðu að hætta að reykja innan 5 ára. Það var líka kaldhæðnislegt að þessi ráðstefnumiðstöð var víggirt til að halda fátækum múgnum og mótmælendum frá, auk þess brynvarir vagnar með vélbyssum.
Svo var skondið hvernig þessi samkoma varð vettvangur haturs í garð hvítamannsins og alla synda hans og virtist USA gegna hlutverki “stuðpúðans”, fundarmenn gáfu ekki utanríkisráðherranum hljóð þó svartur sé. Líka athyglivert hvað Frakkar eru duglegir að gagnrýna USA þó þeir hafi verið eitt versta nýlenduveldið og stjórni enn nokkurskonar nýlendum með harðri hendi. Svo voru áberandi mótmælagöngur gegn Ísrael, það er von að Peres væri undrandi hvað þeir fengu mikla athygli, ekki beint á dagskránni.
Þarna voru aðallega misspilltir aríkuleiðtogar að hæla hvor öðrum ekki veit ég fyrir hvað því það er leytun af e.h. þeirra sem er ekki að fara með þjóð sýna til fjandans. T.d. var klappað fyrir Mugabe Simbabweforseta, en þar eru aðgerðir hans gegn hvítum bændum að leiða til hungursneyðar og matvæli hjálparstofnana komast bara til þeirra sem hafa kosið “rétt”. Mbeki forseti S-Afríku í raun fulltrúi ANC hefur ollið öllum miklum vonbrigðum , t.d. með furðulegum hugmyndum sínum um þróun AIDS og að hafa ekki getað gert betur við almenning. Eins og sagt var á BBC um daginn “the honeymoon is over” fyrir Mbeki/ANC, ástand S-Afríku er að versna ef eitthvað er undir stjórn svartra, glæpir geigvænlegir (heimsmet í (skráðum) nauðgunum) og vonbrigði fólksins mikil.
Það er fullreynt að henda mat og peningum í Afríku og þessvegna er ég alveg sammála einni tillögunni á þinginu, og það er að vesturlönd opni markaði sína fyrir landbúnaðarvörum Afríku.