Auðvitað hafa fjölmargri hlutir batnað, allavegana á yfirborðinu en á móti er heimurinn samt enganvegin betri staður til að lifa á. Það er óhreinna loft, minna vatn, minni olía, fleira fólk og minni lífsgæði almennt séð í heiminum og þessir hlutir skána ekkert eftir því sem tímanum líður. Þetta segir okkur, allavegana mér, að eitthvað sé ekki að gerast rétt hérna, að eitthvað þurfi að breitast og að mínu mati er eitt af þeim elemntum sú skoðun að dauði sé eitthvað sem við þurfum að berjast gegn, málið er ofureinfalt,, það sýnir sig betur með hverjum deginum sem líður að heimurinn þolir einfaldlega ekki þann fjölda fólks sem heimurinn er að stefna í, það er ekkert endilega plássleysi heldur bara að kakan er ekki nógu stór til að allir geti fengið janfstóra sneið.
Ef okkur myndi takast að útrýma sjúkdómum, morðum og öðrum “ótímabærum” dauðdaga mundi fæðingartala heimsinns tífladast miðað við dauðatöluna og þið getið sjálf reikanð út afleiðingarnar.
Maðurinn er dýr, kannski flókið dýr en dýr samt og öll dýr berjast um svæði, flest dýr drepa hvort annað og önnur dýr og öll dýr deyja, hvort sem það er dauði af völdum sjúkdóma, svæðisbaráttu, rándýra en þá einfaldlega elli. Þannig haldast tölur dýra í eðlilegu fari og umhverfi þeirra helst í jafnvægi. Hvað gerist síðan þegar ein dýrategund er færð yfir á svæði þarsem hún á enga náttúrlega óvini, eins og þegar kanínum var slpet lausujm á stórum svæðum í ástralíu? Jú, þær fjölguðu sér og fjölguðu sér og eyddu upp landinu og nú eru stórir partar þarna ónýtir, bara auðn þarsem áður var skóglendi og gras og engin leið til að stoppa vandamálið, þetta gerðist vegna þess að það var fiktað í þeirri náttúrulega röð sem hlutirnir gerast.
Þú segir að það þurfi að “menningarvæða” heimin, þetta þýðir að þú viljir breita öllum ríkjum í neysluríki og finnst þér heimurinn virkilega hafa efni á meiri neyslu?
Síðan eru það blessuð bandaríkin sem eru heimsveldi hinns neysluvædda heims, þeir eru komnir á það stig að þeir lýsa því yfir að þeir megi menga eins mikið og þeir vilja, meigi fremja stríðslæpi og ráðast á allt og alla án þess að nokkur geti gert neitt í því, þetta eru afleiðingar hinnar skemmtilegu alheimsvæðingar og mun þetta aðeins geta endað illa.
Það getur verið að ég sé kominn útfyrir efnið en þetta er allt til að lýsa hvernig ástandi heimurinn er að komast í, kannski virka þessar úrlausnir mínar ómannúplegar og gamaldags en hver sagði að allt þyrfit að vera mannúðlegt og allt þyrfti að vera nýtt, mín skoðun er sú að það þurrfi að grípa til róttækra aðgerði í sumum tilfellum ef að það ÞJÓNAR ALLRI HEIMSBYGGÐINNI til lengri tíma litið. Mér finnst einfaldlega að mikið af þessari blessuðu þróun í dag snúast meira um það sem við getum gert fram yfir það sem við þurfum að gera og þá missir fólk sjónar af stóru myndinni og afleiðingum gjörða sinna, eins og ég segi, þá eru þetta bara my 2 cents