Hæ Lalage…Þú ert að misskilja þennan kafla í Biblíunni algjörlega, Elía notaði þarna nafn Guðs, ekki neitt nafn sem við þekkjum heldur hið svokallaða leyninafn Guðs sem sumir giska á að hafi verið Jahve en satt að segja veit það enginn, hins vegar er Halelúja =Dýrð sé Guði orð sem tengist þessu nafni t.d. því ja-ið í því er stytting á þessu nafni. Þessu nafni var talið fylgja mikið vald og Gyðingum var algjörlega bannað að segja það hátt, það varð að hvísla, afþví nafnið gat verið hættulega máttugt, fyrst Elía gat drepið þessa drengi þá notaði hann þetta nafn, ekki endilega með velþóknun Guðs eða til að sýna fram á dýrð hans, það er hvergi sagt þarna.
Biblíukarakterarnir eru nefnilega breyskir menn, Móses var morðingi, Davíð gerðist sekur um glæpi og bara flest fólkið í Biblíunni er mjög ófullkomið……jafnvel Jesús, hann Jesús bölvaði einmitt tré fyrir að hafa ekki ávöxt og það visnaði og dó, til að sýna fram á að sama biði manna skylst mér sem ekki “bera ávöxt” en ég veit svo sem ekkert um það, og Nýja Textamentið segir frá dauða manns af völdum svipuðum ástæðum einhversstaðar, ég skal reyna að finna þessa ritningastaði ef þú villt, en ég lofa að þeir eru þarna. Svo þetta með Elía er eiginlega tengdar göldrum skilurðu, hann notaði svona leyninafn, sem var máttugt svipað kannski og ýmis galdraorð og gat með því að bera fram nafnið, burt séð frá hvort Guð vildi það eða ekki, framkvæmt ýmislegt, en þess vegna er talið að nafnið hafi líklega bara gleymst og þetta með Jahve sé bara getgáta, menn voru einfaldlega of hræddir við og báru of mikla virðingu fyrir þessu nafni til að nema hvísla það, og það svo sjaldan að á endanum þorði fólk ekki að hvísla það lengur og nafnið gleymdist……Svo það að drengirnir hafi dáið var ekki í þökk Guðs né til að sýna mátt hans, heldur var Elía móðgaður og misnotaði,…..ja eigum við að segja “galdra þekkingu” sína, (þó þetta sé auðvitað frábrugðið göldrum samt að mörgu leyti)
Kristur sagði að vísu að lögmálið væri í gildi en boðskapur hans mildaði Gamla Textamentið mikið segir þú,……já, þú hefur að hálfu leyti rétt fyrir þér, en Jesús datt ekkert bara á hausinn einn daginn og sagði þetta allt saman, ótal rabbíar Gyðinga höfðu sagt þetta flest allt áður, þar á meðal hafði Jesús margt eins og orðrétt eftir Rabbi Hillel sem var uppi löngu, löngu fyrir hans daga…..Hins vegar lestu ekki um þessa rabbía í Gamla Textamentinu, í kristnu Biblíunni er þessu millikafla sem spannar ótal ár bara sleppt, en heimildir um þessa menn eru samt til og þeir voru þekktir meðal Gyðinga, og Jesús sem Gyðingur þekkti kenningar þeirra…..Svo hann mildaði svo sem fátt sem hafði ekki verið mildað mörg hundruð árum fyrr af köllum sem er sleppt úr Gamla Textamentinu, en Jesús þekkti þá nú líklega fyrir því… Það sem er einstakt við Jesús er fyrst og fremst að hafa sagst vera sonur Guðs, skáldgáfan og hvernig hann setti hlutina fram, fæst sem hann sagði var nýtt og margt bara margtuggið, en hann gat orðað það á magnaðan hátt fyrir því…..Kristnir menn eru þó mjög fáfróðir um samfélagið sem hann ólst upp í og trúnna sem hann ólst upp í af að lesa bara Gamla Textamentið, það var margt þar orðið úrelt hér og þar, þau auðvitað væru Gyðingar þá eins og nú ósammála um flest og Jesús reifst mikið við ofsatrúarmenn síns tíma, en Rabbi Hillel stóð reyndar í samskonar rifrildum mörg hundruð árum fyrr að sögn….Með þessu öllu er ég alls ekkert að gera lítið úr Jesús hann var einstakur, bara ekki á sama hátt og fólk heldur sem heldur að hann hafi bara allt í einu stokkið út úr Gamla Textamentinu, það er langur millikafli milli hans og þess og margar af hans hugmyndum höfðu verið óralengi í gangi frá Gyðingum. Og ofsatrúarmennirnir sem Jesús reifst við voru reyndar ekkert svo Gamla Textamentissinnaðir heldur, þeir höfðu margar undarlegar túlkanir á því og aukaboðorð og svo framvegis, en það voru annars til margs konar farísear og saddúkear og allt það og ekki allir vondir og ekki allir með sömu kenningar heldur. Gyðingdómur þá var svona eins og 300-400 “kirkju” deildir eins og hann hefur alltaf verið, ef maður telur með allan ágreininginn innan hvers safnaðar, og Jesús var eðlilega ekki sammála öllum þessum kenningum frekar en þú gætir verið sammála Snorra í Betel , Vottunum, og páfanum í einu, þetta var bara ennþá fjölbreyttari trúarflóra en það allt þar sem Jesús ólst upp, enda er hann kominn af fólki sem hefur alltaf verið frægt fyrir að vera ekki sammála um eitt né neitt og bara vera ófært um að vera sammála um nokkuð segja sumir, sem er mjög undarlegt kannski í ljósi þess að þetta er elsta “eining” heimsins sem hefur haldið, “conformista” fornþjóðirnar eru allar á bak og burt og Gyðingarnir svo til einir eftir. Svo kannski fólk haldi ekkert frekar saman þó það sé sammála, það er spurning.
En jú, sumt mildaði hann, reyndar fæst af því sem fólk heldur. Til dæmis er sagan af honum og mönnunum sem bönnuðu að vinna á hvíldardegi……Það sem fólk veit ekki að það var leyft að vinna á hvíldardegi mörg hundruð árum áður og Jesús var einfaldlega að fylgja þeim kenningum, þetta var engin bylting hjá honum…Annars er fátt nýtt undir sólinni, jafnvel frá Jesús, sem er þó alltaf ferskur, og þess vegna er hann svona frægur býst ég við, því það að vera alltaf ferskur hefur kannski ekkert með það að gera að segja eitthvað nýtt….Það er spurning?
ThuleSól