blaskeggur.
Það vantar sko ekki siðanefndir, og læknaráð nóg er til af þeim svo sem,
Siðaráð Landlæknis,læknaráð Landlæknis,
Læknarráð LSP, ágreiningsnefnd um heilbrigðismál, tryggingaráð (sem ég held þó að sé búið að breyta í úrskurðarnefnd.)
Allt launuð störf hjá hinu opinbera.
Því miður eru það ekki margir sem vita af því að í voru opinbera hálf einkarekna kerfi getur það verið að læknar séu í hlutastarfi til þess að meta líkamstjón fyrir tryggingafélög, en einnig starfsmenn hins opinbera, þar sem örorkumat kann að vera lægra fyrir tryggingafélagið heldur en
telst svo vera í almannatryggingakerfinu en tryggingafélögin standa á stundum í dómsmálum um upphæðir bóta er síðan er greitt í eingreiðslu en viðkomandi fer síðan á örorkubætur almannatrygginga, þar sem eins og áður sagði kann
að finnast annað mat á prósentutölulegt heilsutjón viðkomandi sem vissulega má telja sérstakt fyrirbæri.
Bíldruslurnar eru aftur borgaðar að fullu hjá tryggingafélögunum.
Vissulega er hér um margflókið mál að ræða en ég
held að það sé miklu meira en tími til kominn að fara að skoða þessi blessuð “flókindi”, því þegar svo er komið eins og þú segir í grein þinni að fólk er uggandi vegna þjónustuskorts í kerfi sem
ætlar að gera allt fyrir alla með óhóflegum tilkostnaði endalaust án endurskoðunar til dæmis varðandi það stóra atriði hverning verkefnin skili sér í gæðum, þá þarf svo sannarlega að fara að athuga hlutina.
Í stuttu máli erum við Íslendingar að oflækna í formi lyfjaausturs sem er niðurgreiddur af skattborgurnum, í stað þess að manna hátæknisjúkrahús og minnka biðlista.
Jafnframt skortir grunnheilsugæslu þ.e. heimilislækningar á fjölmennustu íbúasvæðum sem þýðir beina leitun til sérfræðinga í dýrari þjónustu sem við niðurgreiðum ( þegjandi og hljóðalaust enn sem komið er) en kostar OF MIKIÐ:
Eftir tilkomu Gro Harlem Bruntland fyrrverandi forsætisráðherra Noregs í Alþjóða heilbrigðismálastofnunina beindi hún því til þjóða heims eðlilega að efla þjónustu við grunnheilbrigði fyrst og fremst því góð grunnþjónusta er forvarnaraðgerð, til þess fallin að fækka þeim verkefnum sem hvað dýrust eru.
Íslendingar hafa ekki tekið á þeim málum sem skyldi með raunhæfum hætti, enda yrðu sérfræðingar í læknastétt ekki ánægðir ef einhverju ætti að breyta, þótt þeir hinir sömu eigi að vita að þetta er raunin og hagnaðarhvöt
siðalögmálaformúlu þeirra hinna sömu væri virk.
Ég get rætt endalaust um þessi mál liggur við því ég hefi verið á kafi í þeim í um það bil áratug,
vegna starfa með hagsmunasamtökum sjúklinga er töldu sig bera skarðan hlut frá borði vegna mistaka lækna en mistök lækna höfðu verið algjört tabú á Íslandi, allt nær þangað til samtök þessi voru stofnuð.
kveðja.
gmaria.