Veit ekki alveg hvernig ég álpaðist inná þessa síðu klukkan hálf sex en það skeði nú samt og vildi ég taka nokkra hluti fyrir sem ég sá þar.

(ég leitaði en fann því miður ekkert forum á þessari heimasíðu þeirra til að tjá mig á)

Jafnrétti finnst mér ekkert nema gott mál en eins og oft þá fara þessar konur út í rugl með einhverjum tilkynningum að þessi og þessi hlutur hafi ekki verið gerðir nógu vel eða séu ekki réttir. Skal taka nokkur dæmi.

“Snemma árs 1998 ákváðum við að vekja athygli á því hve fáar styttur eru til af kvenhetjum á Íslandi (og þá er ekki átt við móðurásta-myndir eða endurreisnarstyttur af berbrjósta konum).”

Hér höfðu þær tekið sig til og sett eitthvað sem líktist helst kjól utan um styttu af einni af “karlhetjum” Íslands. Vill ég bara skjóta því til Bríet að mér langar mjög að fá að vita af öllum þessum kvenhetjum sem þið viljið fá styttur af því Ísland var mjög greinilega karlaveldi að öllu leiti hér í den þó að á annað plan sé komið núna og voru þær mjög fáar í sviðsljósinu. Einnig spyr ég hvar allar þessar berbrjósta styttur eru því þótt ég vilji nú ekki hljóða sem einhver karlremba þá hef ég áhuga á að skoða þær.

“Um daginn var ég að leita að ljóðabók til að gefa ungri konu. Þegar ég sá bók eftir ýmis íslensk ljóðskáld í einum pakka fannst mér ég komin í feitt. En það breyttist fljótt þegar ég las hvaða íslensku ljóðskáld höfðu verið valin til að príða þetta verk. Ekkert nema karlar - sukk!”

Hér fann hún ljóðabók sem henni líkaði vel við og ætlaði sér að kaupa með góðum ljóðum ef mér skilst rétt, það eitt að inní þessum pakka hafi bara verið góð karlaskáld gerir það að verkum að henni langar ekki í bókina ? Veit nú ekki hvernig markaður Íslands stendur í skáldum en ég gæti vel trúað því að fleirri séu skáldin karlkyns en kvennkyns þó ég vilji ekkert mótmæla því að það sé óvenjulegt að ekkert þeirra hafi verið í tiltekinni bók.

Eitt veit ég að ef ég ætlaði mér að kaupa ljóðabók þá væri mér nokkuð sama um kyn þeirra sem sömdu ljóðin, spurning væri um að Bríet fari nú að stefna á jafnrétti en ekki kvenrétti.
Ebeneser