Hins vegar hef ég verið að velta þessu ögn fyrir mér, og þá sérstaklega þeim vörnum sem fólk heldur uppi fyrir svokölluðum rétti kvenna til að velja. Þetta er jú þeirra líkami, og þær eiga að fá að ráða því sjálfar hvort þær eignist barnið eða ekki. Vel að merkja eru þetta rök fyrir því að banna ekki fóstureyðingar, en þetta eru ekki rök sem snúast um siðferðilegt gildi fóstureyðinga. En þetta eru semsagt rök sem hafa oft heyrst, og enn fremur eru þetta rök sem flestir taka góð og gild (en auðvitað eru einhverjir sem vilja meina að kona eigi að taka ábyrgð á eigin gjörðum og því eigi aðeins að leyfa fóstureyðingar þegar um nauðgun eða annað eins er að ræða).
Það er hins vegar merkilegt að fólk líti ekki svo á að þessi rök eigi við þegar kemur að eiturefnaneyslu. Þá er eitthvað annað uppi á tengingnum. Enn merkilegra er það þegar það blasir við að þegar um dópneyslu er að ræða er virkilega aðeins um eina manneskju sem máli skiptir að ræða; hins vegar er hægt að líta svo á að þegar fóstureyðingar eru til umræðu að þar séu tveir einstaklingar, nefnilega fóstrið (sem er af sumum talið vera einstaklingur, og er að öllu óbreyttu verðandi einstaklingur) og móðirin. Og ef einstakling er ekki leyft að taka ákvörðun sem varðar hann og aðeins hann, hvers vegna ætti kona þá að fá að taka ákvörðun sem mun m.a. koma í veg fyrir að eitt stykki einstaklingur fæðist og hefur þannig áhrif á fleiri en aðeins hana?
Annað sem mér þykir merkilegt í þessu samhengi er að þó svo að fólk telji þetta vera sjálfsagðan rétt konunnar þar sem þetta sé hennar líkami og svona, þá getur sama fólk orðið bálreitt ef það kemst að því að ólétt kona sé að reykja eins og strompur og drekka eins og fiskur, jafnvel þó svo að fóstrið sé innan þess tíma sem leyfilegt er að framkvæma fóstureyðingar og konan viti að hún sé ólétt. Ef að konan á að fá að ráða hvort hún muni eignast barn eða ekki, á hún þá ekki líka að fá að ráða hvort hún eignist kannske fábjána eða aumingja líka?
All we need is just a little patience.